Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2001, miðvikudaginn 17. janúar, hélt menningarmálanefnd sinn 321. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur, Maríubúð og hófst hann kl. 17.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Ásrún Kristjánsdóttir og Ólafur Þórðarson. Jafnframt sátu fundinn Jón Björnsson, Tinna Gunnlaugsdótttir, Kristín Árnadóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Vinnuhópur um menningarstefnu Jón Björnsson, Tinna Gunnlaugsdótttir og Signý Pálsdóttir kynntu eftirfarandi vinnugögn og tillögur fyrir menningarmálanefnd: Tilgangur með stefnumótunarvinnunni. Lýsing á aðstæðum þegar stefnan er mótuð. Lýsing á stefnum og tilhneigingum sem talið er að verði ríkjandi almennt og í menningarmálum sérstaklega næstu ár eða áratugi. Fyrirsjáanleg viðfangsefni á sviði menningarmála sem þegar hafa verið afráðin óháð stefnumótunarvinnunni. Lýsing á vinnuferli og vinnuhópum sem komu að stefnumótunarvinnunni. Tíu styrkleikar og tíu veikleikar menningarlífs í Reykjavík. Tvö leiðarljós (yfirmarkmið) stefnunnar. Tíu markmið menningarstefnu ásamt lýsingu á tilgangi hvers um sig. Sýnishorn af mælikvörðum og lykiltölum sem unnt væri að styðjast við til að meta hvernig gengi að nálgast markmiðið. Dæmi um leiðir að hverju markmiði sem hluti af greinargerð.

Nefndin fjallaði um og gerði athugasemdir við tillögurnar. Ítrekað var að þetta væru vinnugögn frá þessum starfshópi sem menningarmálanefnd hafði óskað eftir, en ekki drög menningarmálanefndar að menningarstefnu. Ásrún Kristjánsdóttir gerði athugasemd við að enginn kostnaður væri ætlaður í vinnu við menningarstefnu árið 2001. Formaður mun koma með tillögur að framhaldi vinnunnar á síðari fundi nefndarinnar.

Kl. 18.50 véku Ásrún Kristjánsdóttir, Ólafur Þórðarson, Jón Björnsson, Tinna Gunnlaugsdótttir, Kristín Árnadóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir af fundi.

2. Svohljóðandi tillaga var samþykkt að skiptingu 10 milljóna er fengust óskiptar til viðbótar í ramma menningarmála 2001: Gerðuberg 4.7 m., Árbæjarsafn 1.5 m., Viðey 2 m., Borgarskjalasafn 1.5 m. og Ljósmyndasafn 300 þús.

Fundi slitið kl. 19.15

Guðrún Jónsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Anna Geirsdóttir
Örnólfur Thorsson