Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 20. desember hélt menningarmálanefnd sinn 319. fund í Viðey og hófst hann kl. 12.30. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Tryggvi M. Baldvinsson fulltrúi BÍL, Þórir Stephensen, Anna Torfadóttir, Svanhildur Bogadóttir, Eiríkur Þorláksson, og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Helgistund í Viðeyjarkirkju

2. Endurskipulagning húsrýmis á Kjarvalsstöðum í kjölfar flutnings skrifstofu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsið. Eiríkur Þorláksson lagði fram til kynningar.

3. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Grófartorfu – verndun og uppbyggingu. Borgarbókavörður og borgarskjalavörður skiluðu sameiginlegri umsögn. Forstöðumaður Listasafns gerði ekki athugasemdir við tillöguna. Umsögn menningarmálanefndar verður lögð fram á næsta fundi. Formaður menningarmálanefndar lagði fram svohljóðandi bókunartillögur:

,,Lagt er til að borgarminjaverði (Árbæjarsafni) verði falið að undirbúa erindi til Húsafriðunarnefndar ríkisins þar sem farið er fram á að húsin Vesturgata 2 (bryggjuhúsið) og Vesturgata 2 b (spennistöð) verði friðuð. Jafnframt er óskað eftir því við Borgarskipulag að gildi hússins nr. 1 a við Hafnarstræti verði staðfest með hverfisnefnd í deiliskipulagi.’’ Tillagan var samþykkt.

,,Menningarmálanefnd ítrekar bókun sína frá 29. mars sl. en þar segir: ,,Menningarmálanefnd telur mikilvægt að minjar um bólverk við Tryggvagötu verði sýnilegar þar sem þær styrkja tilfinningu fyrir sögu miðbæjarins.’’ Tillagan var samþykkt.

,,Gatnamót Hafnarstrætis, Aðalstrætis og Vesturgötu eru elstu gatnamót í Reykjavík og við þau eru miðuð götunúmer húsa í bænum. Samkvæmt bókun bæjarstjórnar Reykjavíkur frá árinu 1888 eru Hafnarstræti og Aðalstræti ,,aðalstofninn og allar götur kvíslast þaðan; jafnar tölur til hægri handar en oddatölur til vinstri, talið frá bryggjuhúsinu.” Það má því segja að á þessum gatnamótum liggi hornsteinn Reykjavíkur. Menningarmálanefnd felur borgarminjaverði (Árbæjarsafni) í samráði við Listasafn Reykjavíkur að koma með tillögur að því hvernig hægt væri að merkja þennan stað.’’ Tillagan var samþykkt.

4. Borgarbókavörður fjallaði um og vísaði til tveggja bréfa sem lögð voru fram á seinasta fundi. Efni þeirra var annars vegar greinargerð vegna útlitshönnunar bókabíls (dagsett 6. des.) og hins vegar móttaka og varðveisla Árbæjarsafns á bókabílnum Höfðingja (dagsett 5. des.) Fram kom að stefnt er að því að nýi bíllinn verði kominn á götuna upp úr miðjum janúar og að innan safnsins sé verið að endurskoða rekstur og áætlun bókabíla eins og ráð var fyrir gert í starfsáætlun yfirstandandi árs.

5. Borgarleikhús – Samningur við Leikfélag Reykjavíkur lagður fram til kynningar. Örnólfur Thorsson rakti forsögu málsins. Meirihluti menningarmálanefndar lýsti ánægju sinni með samninginn. Fulltrúi Sjálfstæðismanna sat hjá.

6. Menningarmálastjóri kynnti nýja fjárhagsáætlun menningarmála 2001 eftir lokaafgreislu í borgarráði. Samþykkt var að bíða með skiptingu þeirra 10 milljóna sem fengust óskiptar inn í rammann þar til eftir áramót.

7. Formaður menningarmálanefndar lagði fram svohljóðandi bókunartillögu: ,,Vegna þeirra þröngu tímamarka sem eru á flutningi ÍR hússins af horni Túngötu / Hofsvallagötu telur mennningarmálanefnd sér ekki fært að leggjast gegn flutningi hússins á öruggan geymslustað á hafnarsvæðinu í eitt ár. Sá tími verði notaður til þess að finna húsinu verðuga staðsetningu og hlutverk í samráði við Árbæjarsafn og Minjavernd.’’ Tillagan var samþykkt.

8. Formaður menningarmálanefndar lagði fram svohljóðandi bókunartillögu: ,,Að undanförnu hefur verið unnið að mótun menningarstefnu á vegum menningarmálanefndar. Þar kemur við sögu stefnumótun varðandi hlutverk Viðeyjar og annarra eyja á Kollafirði m.a. í sambandi við menningartengda ferðamennsku. Til þess að undirbyggja allar ákvarðanir telur menningarmálanefnd nauðsynlegt að fram fari m.a. endurmat á náttúrufari í Viðey og öðrum eyjum á Kollafirði. Fyrir liggur gamalt mat frá Náttúrufræðistofnun um þetta efni en nýtt mat þyrfti að koma til. Menningarmálanefnd leggur því til við Umhverfis- og heilbrigðisnefnd að óskað verði eftir áætlun frá Náttúrufræðistofnun Íslands um það til hvaða þátta slíkt endurmat á náttúrufarsþáttum þarf að ná, hversu langan tíma vinnan tæki og hver kostnaðurinn yrði. Því fer menningarmálanefnd fram á samstarf við umhverfis- og heilbrigðisnefnd um túlkun á niðurstöðum slíkrar vinnu og stefnumótun í framhaldi af því.’’ Tillagan var samþykkt.

9. Lögð var fram til kynningar fundaáætlun menningarmálanefndar til vors.

10. Staðarhaldari kynnti staðsetningu á Maríulíkneski í Kvennagönguhólum í Viðey. Jafnframt sagði hann frá viðgerð á landbroti í Þórsnesi í Viðey sem nú stæði yfir ásamt öðrum framkvæmdum í Viðey á árinu. Þá sagði hann einnig frá samskiptum við ráðsmannshjón í Viðey hvað varðar skepnuhald og fleira og kynnti niðurstöðu borgarráðs hvað því við kemur.

Fundi slitið kl. 15.00

Guðrún Jónsdóttir
Kjartan Magnússon Anna Geirsdóttir
Örnólfur Thorsson