Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 6. desember hélt menningarmálanefnd sinn 318. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Anna Torfadóttir, Svanhildur Bogadóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram beiðni frá fræðsludeild Kjarvalsstaða um framlag af kostnaðarstaðnum tengsl skóla- og menningarstofnana til endurgerðar á Kjarvalsverkefni og verkefni um Ásmund Sveinsson að upphæð kr. 180 þús. Samþykkt.

2. Menningarmálanefnd afhentar bækur frá Myndhöggvarafélaginu með þakklæti fyrir stuðning.

3. Borgarbókavörður lagði fram greinargerð vegna útlitshönnunar bókabíls en dómnefnd valdi Gunnar Karlsson til verksins. Nýi bókabíllinn ætti að vera tilbúinn til að þjóna Reykvíkingum um miðjan janúar 2001.

4. Lögð var fram ósk frá Margréti Guðmundsdóttur, myndlistarmanni, um ferðastyrk til Macau í Kína. Menningarmálanefnd sá sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.

5. Lagt fram erindi frá Þórarni Stefánssyni um framtíð Nordvest Musik – sameiginlegrar tónleikaraðar Reykjavíkur, Nuuk og Þórshafnar. Vísað til næsta fundar.

6. Formaður greindi frá hugmyndum um framhald á samstarfi höfuðborga Norðurlanda í menningarmálum eftir fund hennar og menningarmálastjóra með fulltrúum höfuðborganna í Stokkhólmi þann 29. nóv. s.l.

Kl. 12.30 mætti Eyþór Arnalds á fundinn.

7. Forstöðumaður Ljósmyndasafns afhenti nefndinni bókina Móðirin í íslenskum Ljósmyndum, en samnefnd sýning er nú á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og nýtur mikillar aðsóknar.

8. Forstöðumaður Ljósmyndasafns lagði fram yfirlit um ljósmyndavélasafn sr. Arnar Friðrikssonar ásamt ósk um að nefndin kaupi myndavélasafnið og afhendi Ljósmyndasafninu það til varðveislu og eignar. Hún lagði jafnframt fram erindi þar sem hún bendir á að slæmt sé að Ljósmyndasafnið hafi ekki fjármagn til umráða til kaupa á safnefni. Menningarmálanefnd lagði til að hlutlaus aðili yrði fenginn til að meta sagnfræðilegt gildi umrædds ljósmyndavélasafns.

9. Umræða varð um geymslu upplýsingagagna á tölvutæku formi sem verða óaðgengileg þegar ný forrit og tölvur koma til sögunnar. Borgarskjalaverði var falið að kynna sér hverni ríkið fari með þessi mál og koma með tillögur um verklag.

10. Borgarskjalavörður kynnti stöðuna á DACE og lagði fram skriflega umsögn. Með DACE er ráðgerður einn sameiginlegur gagnagrunnur fyrir opinberar upplýsingar höfuðborga í Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssambandinu. Hann á að geyma upplýsingar um skjalasöfn höfuðborganna og hvernig er hægt að nálgast upplýsingar í þeim, einnig erlendis frá. DACE hefur þegar hlotið ríflegan styrk úr Rafaeláætlun Evrópusambandsins til undirbúnings verkefnisins. Stefnt er að því að sækja sameiginlega um hámarksstyrk til Evrópusambandsins vorið 2001. Borgarskjalaverði var falið að vinna áfram að verkefninu.

11. Borgarminjavörður greindi frá stöðu forvals vegna fornleifarannsókna í Aðalstræti og Túngötu.

12. Breytt fjárhagsáætlun 2001 vegna tilfærslna á kostnaðarstöðum Viðeyjar og skrifstofu menningarmála var lögð fram til kynningar.

13. Lagt fram erindi og ósk um fjárstyrk frá Auði Haralds vegna bókmennta- og listahátíðar 2001 sem skipuð verður listamönnum frá Norður- Skotlandi og eyjunum. Erindinu var frestað.

Kl. 13.30 vék Eyþór Arnalds af fundi.

14. Lagt var fram til kynningar bréf til borgarráðs frá framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs dags. 4. þ.m. um dýrahald í Viðey ásamt fylgiskjölum. Staðarhaldari gaf munnlega umsögn.

Fundi slitið kl. 14.00

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson