Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 22. nóvember hélt menningarmálanefnd sinn 317. fund í Grófarhúsi og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Bergsdóttir fulltrúi B.Í.L, Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Anna Torfadóttir, Svanhildur Bogadóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð. Jóhannes Kjarval var gestur fundarins.

Þetta gerðist:

1. Kynning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður, kynnti starfsemina og salarkynnin. Þá kynnti María Karen einnig að 3. nóvember s.l. afhentu afkomendur Magnúsar Ólafssonar og Ólafs Magnússonar ljósmyndara Ljósmyndasafni Reykjavíkur gjöf um 5 milljón krónur. Með gjöfinni er ætlunin að standa annars vegar að útgáfu á veglegri bók um Magnús Ólafsson og störf hans og hins vegar að stofna sjóð í nafni Magnúsar, sem verja skal til eflingar á rannsóknum á ljósmyndum Magnúsar og/eða styrkveiting til ljósmyndarar sem vinna í anda hans. Er þetta fyrsti sjóður sinnar tegundar hér á landi. Menningarmálanefnd þakkar gjöfina.

2. Listaverkakaup. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Gunnar Örn: ,,Sálir’’, 2000 – Olía á striga. Jón Axel Björnsson: ,,Sundmaður’’, 2000 – Gifs, járn; ,,Teikningar’’, 2000 (2 myndir) – Blý og olía á striga. Guðrún Kristjánsdóttir: ,,Vetur’’, 2000 – Olía á striga Valgerður Hauksdóttir: ,,Fellur fræ I-V’’, 2000 (5 myndir); ,,Lífstilbrigði IV’’, 2000 (1 mynd); ,,Lífstilbrigði VII’’, 2000 (1 mynd); - Blönduð tækni, unnin á handgerðan japanpappír. Tillagan var samþykkt.

3. Kaup útilistaverka. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu að útilistaverkakaupum: Guðjón Ketilsson: ,,Sunnudagur’’, 2000 – Cor-ten stál. Helga Guðrún Helgadóttir: ,,Sólstólar’’, 1998 – Tré. Örn Þorsteinsson: ,,Sleðinn’’, 2000 – Granít. Tillagan var samþykkt.

4. Eiríkur Þorláksson lagði til breytingu á gjaldskrá fyrir útleigu listaverka úr Listasafni Reykjavíkur, en hún hefur verið óbreytt síðan 1997. Ný gjaldskrá verði: Fyrir 1 – 10 olíumálverk og höggmyndir: 4.500 kr. á ári fyrir hvert verk. Fyrir næstu 11 – 20 olíumálverk og höggmyndir: 4.000 kr. á ári fyrir hvert verk. Fyrir hvert olíumálverk og höggmynd umfram 20: 3.500 kr. á ári. Fyrir 1 – 10 verk á pappír: 2.500 kr. á ári fyrir hvert verk. Fyrir næstu 11 – 20 verk á pappír: 2.000 kr. á ári fyrir hvert verk. Fyrir hvert verk á pappír umfram 20: 1.500 kr. á ári. Tillagan var samþykkt.

Kl. 13.00 mætti Jóhannes Kjarval á fundinn.

5. Jóhannes Kjarval, Borgarskipulagi, kynnti tillögu að breyttu deiliskipulagi Grófartorfu – verndun og uppbyggingu. Borgarminjaverði og forstöðumönnum menningarstofnana við Tryggvagötu var falið að skila umsögn áður en menningarmálanefnd skilaði skriflegu áliti um tillöguna.

Kl. 13.20 vék Eyþór Arnalds af fundi. Kl. 13.40 vék Jóhannes Kjarval af fundi.

6. Menningarmálastjóri lagði fram drög að stefnumótun menningarmála í menningarlegri fjölbreytni.

7. Menningarmálastjóri kynnti næstu skref í menningarstefnu en boðað hefur verið til daglangs vinnufundar með stórum hópi þann 1. desember næstkomandi.

8. Maríu Karen Sigurðardóttur var falið að koma með greinargerð um ljósmyndavélasafn Séra Arnar Friðrikssonar frá Skútustöðum fyrir næsta fund.

9. Borgarminjavörður kynnti stöðu mála vegna undirbúnings fornleifarannsóknar í Aðalstræti og Túngötu.

10. Aðsendum erindum dreift með fundargögnum:

Minnisblað um endurskipulagningu húsrýmis á Kjarvalsstöðum í kjölfar flutnings skrifstofu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsið. (Umræðum vísað til næsta fundar). Greinagerð frá Listasafni ASÍ vegna styrkveitingar á árinu 2000. Tilkynning frá Myndhöggvarafélaginu um sýningarlok sýningaþrennu Myndhöggvarafélagsins, Strandlengjan við Skerjafjörð ´98, Firma ´99 og Strandlengjan 2000. Greinagerð frá Messíönu Tómasdóttur vegna styrkveitingar á árinu 1999. Erindi frá Hildi Jónsdóttur, jafnréttisráðgjafa um jafnrétti við styrkveitingar. Menningarmálayfirlýsing Norræna rithöfunda- og þýðendaráðsins frá Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Samþykkt borgarstjórnar dags. 16. nóv. um breytingar á rekstri Viðeyjar og umsjón. Verkefni í miðborg Reykjavíkur – Miðborgarstjórn Reykjavík. Blómstrandi miðborg - Miðborgarstjórn

Fundi slitið kl. 14.00

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir.
Júlíus Vífill Ingvarsson Örnólfur Thorsson