Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 8. nóvember hélt menningarmálanefnd sinn 316. fund í Íslenskri tónverkamiðstöð Síðumúla 34 og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Bergsdóttir fulltrúi B.Í.L., Tryggvi M. Baldvinsson fulltrúi B.Í.L., Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Anna Torfadóttir, Svanhildur Bogadóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð. Bergþóra Jónsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir voru gestir fundarins.

Þetta gerðist:

1. Kynning á Íslenskri tónverkamiðstöð. Bergþóra Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, kynnti starfsemina og salarkynnin.

Kl. 12. 40 vék Bergþóra Jónsdóttir af fundi.

2. Listaverkakaup. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Jóhannes S. Kjarval: ,,Frá Borgarfirði eystri’’, 1911 eða 1914 – Vatnslitamynd Bryndís Jónsdóttir: ,,Þrístigað’’, 2000 – Steinleir Jóhanna Kristín Yngvadóttir: ,,Barnið’’, 1979 – Olía á striga Þórður Hall: ,,Landslag’’, 2000 - Olía á striga. Tillagan var samþykkt.

3. Svanhildur Bogadóttir kynnti sameiginlegt verkefni skjalasafna þeirra höfuðborga Evrópu sem eru í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, en verkefnið felst í því að gera safnkostinn aðgengilegan fyrir almenning og fræðimenn í einum gagnagrunni. Skrifleg lýsing verður lögð fram á næsta fundi.

Kl. 13 mætti á fundinn Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi verkefnisins Reykjavík-menningarborg Evrópu árið 2000.

4. Þórunn Sigurðardóttir fór yfir stöðuna á verkefninu Reykjavík-menningarborg Evrópu árið 2000 og ræddi væntanlegt framhald.

Kl. 13.40 vék Þórunn Sigurðardóttir af fundi.

5. Erindi frá Tónskáldafélagi Íslands um Nýsköpunarsjóð tónlistar var lagt fram til kynningar. Tryggvi M Baldvinsson skýrði hugmyndina nánar.

6. Lagt var fram erindi frá Stokkhólmi um framhald á menningarsamvinnu norrænna höfuðborga þar sem farið var fram á að fulltrúar menningarmálanefndar og embættismenn mættu á fund í Stokkhólmi 29. nóvember n.k. Nefndin taldi slíkan fund ónauðsynlegan þar til eftir að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt.

7. Lagt var fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna um frían aðgang myndlistarmanna að Listasafni Reykjavíkur og svar Eiríks Þorlákssonar. Nefndarmenn voru sammála um að afgreiðsla máls sem þessa væri á höndum viðkomandi forstöðumanns.

8. Anna Torfadóttir lagði fram greinargerð vegna bókunar Júlíusar Vífils Ingvarssonar, sem samþykkt var á fundi menningarmálanefndar þ. 15. okt. s.l., þar sem borgarbókaverði var falið ,, að gera tillögu um það hvernig þjónusta Borgarbókasafns í Árbæjarhverfi verði bætt”. Júlíus Vífill þakkaði svar borgarbókavarðar og lagði í kjölfar þess fram svohljóðandi tillögu:

Menningarmálanefnd stefnir að því að árið 2002 verði opnað borgarbókasafn í Árbæjarhverfi.

Tillagan var samþykkt og beindi nefndin jafnframt þeim tilmælum til borgarbókavarðar að hafa vakandi auga með hentugri staðsetningu.

9. Borgarminjavörður greindi frá samþykkt borgarráðs dags. 31. okt. svohljóðandi: ,,Borgarráð samþykkir að heimila borgarminjaverði að hefja undirbúning fornleifarannsókna á lóðunum Aðalstræti 14, 16 og 18 og Túngötu 2-6 með það að markmiði að fornleifarannsóknir tefji ekki fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Með fyrirvara um að samkomulag um uppbygginguna náist milli Minjaverndar hf. og Þyrpingar hf. er heimilað að ráðstafa allt að 3 mkr. af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205, til verkefnisins á þessu ári.’’. Greint verður frá stöðu mála á næsta fundi.

10. Elísabet Þórisdóttir kynnti næstu verkefni Gerðubergs, leiksýningu og tónleika er tengjast fjölmenningarlegu samfélagi.

Fundi slitið kl. 14.15

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir.
Júlíus Vífill Ingvarsson Örnólfur Thorsson