Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 25. október hélt menningarmálanefnd sinn 314. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Jafnframt sátu fundinn Valgerður Bergsdóttir fulltrúi B.Í.L., Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Erla Kristín Jónasdóttir, Svanhildur Bogadóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður lagði fram tillögu um breytingu á umsjón Viðeyjar 2001. Tillögunni var frestað og samþykkt að boða aukafund í nefndinni um málið þ. 1. nóvember.

Kl. 14. 30 vék Eyþór Arnalds af fundi.

2. Menningarmálastjóri kynnti starfsáætlun og fjárhagsáætlun menningarmála 2001 ásamt þriggja ára spá. : Tillagan var samþykkt með hjásetu fulltrúa Sjálfstæðismanna.

3. Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram svohljóðandi tillögu: Menningarmálanefnd felur borgarbókaverði að gera tillögu um það hvernig þjónusta Borgarbókasafns í Árbæjarhverfi verði bætt. Borgarbókasafn hefur útibú í Breiðholti og Grafarvogi. Árbæjarhverfið virðist hafa orðið útundan í þessum efnum enda þótt það hverfi sé t.d. mun eldra en Grafarvogshverfið. Í Árbæjarhverfinu, Ártúnsholtinu og Seláshverfinu búa um 8.700 manns og fer fjölgandi. Þaðan heyrast margar óánægjuraddir um mjög ófullnægjandi þjónustu Borgarbókasafnsins í hverfinu. Tillagan var samþykkt.

4. Yfirlýsing frá Bandalagi íslenskra listamanna um framhald menningarborgarársins hafði verið send fundarmönnum til kynningar. Þar lýsir BÍLyfir ánægju sinni með þá lista- og menningarstarfsemi sem farið hefur fram á þessu ári undir merkjum Reykjavíkur Menningarborgar 2000. Bandalagið skorar á íslensk stjórnvöld að sjá til þess að samsvarandi fjármunir fari til menningar- og listastarfsemi næsta ár.

Fundi slitið kl. 15.30

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir.
Júlíus Vífill Ingvarsson Örnólfur Thorsson