Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 11. október hélt menningarmálanefnd sinn 313. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Örnólfur Thorsson, Ólafur Þórðarson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Jafnframt sátu fundinn Þór Vigfússon fulltrúi B.Í.L., Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Anna Torfadóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Guðný Gerður Gunnarsdóttir kynnti starfsáætlun Árbæjarsafns. Hún lagði fram ósk um hækkun gjaldskrár í Árbæjarsafni í kr. 500. Samþykkt var með meirihluta atkvæða að mæla með því erindi við borgarráð. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá.

Kl. 12. 30 mætti Elísabet B. Þórisdóttir á fundinn.

2. Umræðum og afgreiðslu á embætti staðarhaldara í Viðey var frestað.

3. Elísabet B. Þórisdóttir kynnti starfsáætlun Menningarmiðstöðvarinnar Gerðuberg.

Kl. 13.05 vék Eyþór Arnalds af fundi.

4. Eiríkur Þorláksson kynnti starfsáætlun Listasafns Reykjavíkur.

5. María Karen Sigurðardóttir kynnti starfsáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

6. Þórir Stephensen kynnti starfsáætlun Viðeyjar.

7. Anna Torfadóttir kynnti starfsáætlun Borgarbókasafns Reykjavíkur.

8. Lagt var fram erindi Bergljótar Arnalds vegna styrkveitingar 1999. Samþykkt var að sú styrkveiting gilti fyrir áframhaldandi vinnu Virago við Brúðina.

9. Lögð var fram til kynningar skýrsla frá Tómasi R. Einarssyni v. starfslauna.

10. Lagt var fram til kynningar erindi stjórnar Menningarmiðstöðvarinnar í Hässelby til Reykjavíkurborgar um að höfuðborgirnar hafi samþykkt að hætta starfseminni í árslok 2000. Þeir sem fara með stjórnun menningarmála í Helsinki, Kaupmannahöfn, Osló, Reykjavík og Stokkhólmi eru hvattir til að þróa menningarsamstarf borganna áfram og hafa samvinnu við Mariehamn, Þórshöfn og Nuuk.

11. Meðal fundagagna var tillaga að skiptingu fjárhagsramma mennningarmála 2001 með 3ja ára áætlun og fundaáætlun menningarmálanefndar t.o.m 16. maí 2001.

Fundi slitið kl. 14.00

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Ólafur Þórðarson
Júlíus Vífill Ingvarsson Örnólfur Thorsson