Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 27. september hélt menningarmálanefnd sinn 312. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Jafnframt sátu fundinn Tryggvi M. Baldvinsson, Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Erla Kristín Jónasdóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar bréf frá styrktarsjóði í minningu Jóns Páls Sigmarssonar. Markmið sjóðsins er að koma upp minnisvarða um Jón Pál.

2. Eiríkur Þorláksson kynnti gjafir sem Listasafni Reykjavíkur hafa borist. Þær eru tvö verk eftir Rögnu Róbertsdóttur, bæði Án titils 1988 og safn 10 videoverka eftir John Hopkins. Gefendur voru listamennirnir sjálfir.

3. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu um listaverkakaup: Gústav Geir Bollason: ,,Landslag 360°’’, 2000 – 10 einingar, teikningar og vatnslitamyndir. Tillagan var samþykkt.

4. Tilnefnd voru í vinnuhóp um fjölmenningarlegt samfélag þau Einar Ólafsson, Borgarbókasafni Reykjavíkur, Gerður Róbertsdóttir, Árbæjarsafni - Minjasafni Reykjavíkur, Sif Gunnarsdóttir, Menningarmiðstöðinni Gerðuberg, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Heidi Kristianssen, textillistakona, Ingileif Thorlacius, Listasafni Reykjavíkur og Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri.

5. Elísabet B. Þórisdóttir kynnti skýrslu Menningarnætur 2000.

6. Menningarmálanefnd óskaði eftir að fá til kynningar hugmynd borgarstjóra að vetrarhátíð sem Borgarráð samþykkti þ. 26. sept. s.l. að fela verkefnastjórn Menningarnætur að skoða möguleika á.

7. Lagt var fram til kynningar að ósk fulltrúa Sjálfstæðisflokks svar borgarstjóra til borgarráðs 26. sept. við fyrirspurn þeirra um framhald málsins Gerð golfvallar í Viðey í ljósi afstöðu Þjóðminjasafns og Árbæjarsafns.

8. Borgarminjavörður lagði fram til kynningar minnisblað um fornleifar á lóðunum Aðalstræti 14 - 18 og Túngötu 2 – 4 og skýrði með teikningum.

9. Menningarmálanefnd óskaði eftir að fá til kynningar tillögur að deiluskipulagi í umhverfi Grófarhúss og Hafnarhúss.

10. Menningarmálastjóri lagði fram tillögu að skiptingu fjárhagsramma 2001. Forstöðumönnum var falið að vinna starfs- og fjárhagsáætlanir sínar í ljósi þeirra viðmiðanna. Hafnargjöld Viðeyjar og fasteignagjöld af friðuðum húsum í Árbæ verði athuguð sérstaklega.

Kl. 13.45 vék Þórir Stephensen af fundi.

11. Borgarminjavörður lagði fram til kynningar minnisblað til menningarmálanefndar um drög að lögum um söfn og minjavörslu. Gat hún þar helstu nýmæla. Þá voru lögð fram til kynningar þau drög er um ræðir, en þau eru: Safnalög, Lög um húsafriðun, Þjóðminjalög og Lög um flutning verðmæta úr landi. Samþykkt var að vinna minnisblaðið yfir í bókun og greinargerð þar sem óskað yrði eftir við menntamálaráðuneytið að fá safnalögin til umsagnar þar sem þau snerta Reykjavíkurborg með margvíslegum hætti.

Fundi slitið kl. 14.00

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Örnólfur Thorsson