Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, föstudaginn 28. júní var haldinn 193. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi Höfuðborgarstofu og hófst hann kl. 13.11. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Freyja Steingrímsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þórir Steinarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 1. Lögð fram eftirfarandi tillaga: Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fela Menningar- og ferðamálasviði að gera drög að samrunaáætlun í samræmi við það sem kom fram í kynningu ráðgjafa á fundi ráðsins þ. 24. júní 2013. Áætlunin ásamt kostnaðarmati verði lögð fram á fundi ráðsins í ágúst næstkomandi með það fyrir augum að ákvörðun um hvort ráðist verði í samruna Minjasafns Reykjavíkur, Víkurinnar – Sjóminjasafns, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Viðeyjar, liggi fyrir í samhengi við starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Sviðsstjóra er falið að leiða verkefnið. Tillögunni fylgdi greinargerð.

- 13:21 kemur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á fund.

Samþykkt.

2. Lögð fram tillaga borgarráðs dags. 26. júní að rammaúthlutun fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Sviðsstjóra falið að vinna tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Einnig lagt fram forsendubréf fjármálastjóra dags. 15. maí 2013.

3. Lagðar fram dagsetningar funda menningar- og ferðamálaráðs haust 2013-sumar 2014.

4. Lögð fram eftirfarandi tillaga: Lagt er til að Listasafn Reykjavíkur hefji tilraunaverkefni með Listaháskóla Íslands í að gera fræðsluvörp (educast) um íslenska myndlist. Tillögunni fylgdi greinargerð. Samþykkt.

Fundi slitið 13.55 Einar Örn Benediktsson

Diljá Ámundadóttir Ósk Vilhjálmsdóttir
Freyja Steingrímsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þórir Steinarsson