Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 27. maí var haldinn 190. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Kjartan Rolf Árnason, Ósk Vilhjálmsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson.
Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram 3ja mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt skorkorti. Trúnaðarmál.

2. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 16. maí 2103 um stjórnsýsluúttekt Reykjavíkurborgar. Samþykkt að vísa málinu til skoðunar á þeim þáttum sem snerta Menningar- og ferðamálasvið. Taka skal málið aftur upp á fundi ráðsins. (RMF13050011)

3. Margrét Baldursdóttir verkefnastjóri í Gerðubergi kom á fundinn og kynnti breyttar áherslur á kynjaðri starfs- og fjárhagsáætlun. Breytingartillaga á verkefni samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. (RMF13030013)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fyrir liggur tillaga um verkefni sem tengist kynjaðri starfs- og fjárhagáætlun. Sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði telja að þegar um miðlæg verkefni eins og þetta er að ræða þurfi að liggja fyrir hvernig stofnanir eigi að mæta þeim fjárhagslega. Ekki var gert ráð fyrir verkefninu í starfsáætlun og kostnaður liggi ekki fyrir en gert er ráð fyrir að starfsmenn sjái um þetta verkefni ofan á önnur störf.
Um leið er ljóst að ekki er búið að meta hvaða áhrif á önnur verkefni þetta verkefni hefur né taka afstöðu til þess hvort rými sé fyrir viðbótarálag. Að þessu gefnu er ekki hægt að samþykkja tillöguna.


- Kl. 13.57 kom Gaukur Úlfarsson á fundinn.

4. Borgarlistamaður 2013. Frestað frá 189. fundi. Lögð fram tillaga um borgarlistamann. Samþykkt. Trúnaðarmál til 17. júní 2013. (RMF13040003)

- Kl. 14.09 kom Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á fundinn.

5. Lagðar fram að nýju 14 umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. maí 2013 og eftirfarandi tillaga faghóps um úthlutun. Sýning Rósu Gísladóttur Róm-Reykjavík kr. 200.000-, KÍTON – félag tónlistarkvenna á Íslandi vegna tónleikaraðar í Viðey kr. 200.000-, Norræna húsið vegna Vol.Can.O sirkushátíðar í Reykjavík 4.-14. júlí kr. 600.000-, Ellen Guðmundsdóttir/Graffiti Reykjavík til að halda graffitinámskeið fyrir börn kr. 200.000-.
Samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. (RMF13030010)

6. Lagt fram bréf Bandalags íslenskra listamanna um samráðsfund borgarstjóra og stjórnar BÍL 29. maí 2013. Jafnframt lagt fram minnisblað vegna fundar stjórnar BÍL og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 9. janúar 2013.

7. Lagt fram erindi Rithöfundasambands Íslands dags. 10. maí 2013 um borgarskáld í Reykjavík. Ekki var unnt að verða við erindinu. (RMF13050004)

8. Erindi frá Þorsteini Davíðssyni um graffitiverkefni. Frestað.

9. Lagt fram bréf frá Myndstef og SÍM dags. 16. maí um höfundaréttarsamninga ásamt bréfi frá Listasafni Reykjavíkur. Jafnframt lagður fram samningur milli Myndhöfundasjóðs Íslands og Listasafns Reykjavíkur sem undirritaður var 24. maí 2013. (RMF13050009)

10. Lagt fram bréf Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna dags. 21. maí 2013 um listaverk á Norðurgarði ásamt tillögu að myndverki og umsögn innkaupanefndar Listasafns Reykjavíkur dags. 24. maí 2013.
Menningar- og ferðamálaráð tók undir jákvæða umsögn Listasafns Reykjavíkur. (RMF13050010)

11. Endurskoðun á menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Samþykkt að skipa Þór Steinarsson fulltrúa Vinstri grænna í stýrihóp í stað Davíðs Stefánssonar.

12. Barnamenningarhátíð 2013 – Greinargerð verkefnisstjórnar lögð fram. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnisstjóri barnamenningar og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða kynntu Barnamenningarhátíð 2013.

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju með störf verkefnastjórnar og verkefnastjóra Barnamenningarhátíðar 2013 og þakkar fyrir vel einstaklega vel heppnaða hátíð. (RMF13010032)

13. Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Lagt er til að Höfuðborgarstofa leggi fram hugmyndir, kostnað og útfærslu að nýtingu anddyri Ráðhúss Reykjavíkur til þess að veita ferðamönnum, innlendum og erlendum, upplýsingar um borgina, Strætó og hvar þeir leita sér frekari upplýsinga. Hugmyndirnar verði unnar í samstarfi við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Fundi slitið kl. 15.38
Einar Örn Benediktsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þór Steinarsson Ósk Vilhjálmsdóttir
Kjartan Rolf Árnason Gaukur Úlfarsson