Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 9

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 11. maí, var haldinn 9. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:05. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Andri Snær Magnason, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundur hófst á því að Berglind Ólafsdóttir nýráðinn fjármálastjóri sviðsins var boðin velkomin til starfa.

2. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga um safnráð Listasafns Reykjavíkur:

Lagt er til að stofnað verði safnráð við Listasafn Reykjavíkur og skal menningar- og ferðamálaráð skipa fimm fulltrúa í ráðið. Safnráði Listasafns Reykjavíkur er ætlað að vera safnstjóra til ráðuneytis og stuðnings. Safnstjóri gerir tillögur til menningar- og ferðamálaráðs um stefnumörkun í málefnum safnsins og hefur safnráð sér til ráðuneytis í því efni. Safnráð fylgist með að samþykktum og stefnu sé fylgt. Safnstjóri kynnir safnráði fjárhags- og rekstraráætlanir áður en þær eru lagðar fyrir menningar- og ferðamálaráð til samþykktar.
Safnráðið skal leitast við að treysta tengsl Listasafns Reykjavíkur við aðrar menningarstofnanir og atvinnulíf á Íslandi og erlendis og það skal veita forstöðumanni og starfsfólki listasafnsins stuðning við fjáröflun fyrir einstök verkefni.
Safnráð skipar tvo fulltrúa úr sínum röðum í innkaupanefnd safnsins, en í henni á safnstjóri einnig sæti samkvæmt stöðu sinni. Fulltrúi starfsmanna er áheyrnarfulltrúi í innkaupanefnd.
Stjórn Listsafns Reykjavíkur er að öðru leyti í höndum safnstjóra samkvæmt nánari skilgreiningu á ábyrgð og verksviði stjórnenda stofnana á Menningar- og ferðamálasviði.
Menningar- og ferðamálaráð skipar fimm fulltrúa í safnráð Listasafns Reykjavíkur til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum: einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna, einn samkvæmt tilnefningu frá Listaháskóla Íslands og þrjá án tilnefningar. Safnráð skal koma saman ársfjórðungslega eða oftar ef þurfa þykir og nægir einfaldur meirihluti safnráðs til að óska eftir fundi geri safnstjóri það ekki.
Bráðabirgðaákvæði:
Safnráð skal skipað árið 2005 við ráðningu nýs forstöðumanns og skal það starfa fram yfir næstu sveitarstjórnarkosningar, - eða þar til nýtt menningar- og ferðamálaráð er skipað.

Greinargerð fylgdi tillögunni. (R05040091)
Frestað.

- Kl. 16.15 tók Andri Snær Magnason sæti á fundinum.

3. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipun Þorgerðar E. Sigurðardóttur sem fulltrúa menningar- og ferðamálaráðs í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2006. Samþykkt. (R05050012)

4. Umræður um borgarlistamann 2005 sem tilnefndur verður 17. júní nk. (R05040225)

- Kl. 17.00 vék Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi.

5. Lagt fram til afgreiðslu að nýju erindi, dags. 7. apríl sl. frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík nk. haust.
Frestað. (R05040067)

6. Lagt fram til kynningar minnisblað borgarminjavarðar, dags. 9. maí sl. varðandi stöðu mála í Viðey. Í minnisblaðinu er lagt til að menningar- og ferðamálaráð setji á fót vinnuhóp, með fulltrúum frá Minjasafni, umhverfissviði, framkvæmdasviði, menningar- og ferðamálasviði og Listasafni Reykjavíkur sem geri tillögu að starfsemi í Viðey og leggi hana fram fyrir næstu starfs- og fjárhagsáætlun.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra menningarmála falið að skrifa erindisbréf fyrir vinnuhópinn til kynningar fyrir næsta fund ráðsins. (R05040091)

7. Lagt fram minnisblað um Korpúlfsstaði. Umræður. Frestað. (R05040014).

8. Lögð fram til kynningar mat á tilboðum í bókunarþjónustu og sölustarfsemi fyrir Höfuðborgarstofu. Alls bárust 4 tilboð þ.a. eitt ógilt. Niðurstaða matsins er að hafna beri öllum tilboðum sem bárust í verkið sbr. heimild þess efnis í gr. 1.10 í útboðslýsingu. (R05040013)

9. Lagt fram til kynningar erindi frá Valgarði Gunnarssyni formanni FÍM, dags. 28. apríl sl. þar sem óskað er eftir vinnustofum á Korpúlfsstöðum fyrir félagsmenn og starfsemi þeirra. (R05050042)

Fundi slitið kl. 17.35

Stefán Jón Hafstein

Andri Snær Magnason Magnús Þór Gylfason
Ásrún Kristjánsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Ármann Jakobsson