Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 28. maí, var haldinn árlegur samráðsfundur borgarstjóra með fulltrúum aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna og menningar- og ferðamálaráði og telst fundurinn jafnframt 99. fundur þess. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 15.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð. Fundinn sátu auk ofangreindra; borgarstjóri Hanna Birna Kristjánsdóttir, Magnús Þór Gylfason aðstoðarmaður borgarstjóra, Kristín Mjöll Jakobsdóttir formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, Gunnar Hrafnsson varaformaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, Friðrik Þór Friðriksson formaður samtaka kvikmyndaleikstjóra, Pétur Gunnarsson formaður Rithöfundasambands Íslands, Ágúst Guðmundsson forseti Bandalags íslenskra listamanna, Áslaug Thorlacius formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, Jakob Frímann Magnússon formaður Félags tónskálda og textahöfunda, Kjartan Ólafsson formaður Tónskáldafélags Íslands, Randver Þorláksson formaður Félags íslenskra leikara, Sigríður Magnúsdóttir formaður Arkitektafélags Íslands og Karen María Jónsdóttir formaður Félags íslenskra listdansara. (RMF09020002).
Þetta gerðist:
Til umræðu voru áherslur í menningarmálum og starfsumhverfi listamanna í borginni, en á stjórnarfundi Bandalags íslenskra listamanna þann 20. þ.m. var ákveðið að leggja til að helsta umræðuefnið yrði menningarstefna Reykjavíkurborgar og var það svo. Stefnan var fyrr um daginn afgreidd af menningar- og ferðamálaráði og vísað til borgarráðs til samþykktar. Almennt lýstu fulltrúar aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna yfir ánægju með stefnuna og að venju komu listamenn fram með ýmsar spurningar, óskir, upplýsingar og ábendingar um listalífið í borginni. (RMF09020002).
Fundi slitið kl. 16.50
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Brynjar Fransson Hermann Valsson
Dofri Hermannsson Jakob Hrafnsson