Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 98

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 28. maí, var haldinn 98. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 14.35. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009-2012 til afgreiðslu.
Vísað til borgarráðs til samþykktar. (RMF07060007).

2. Lagt fram 3ja mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð. Jafnframt var lagt fram yfirlit yfir aðsókn að stofnunum sviðsins á fyrsta ársfjórðungi 2009, þar sem fram kom að hún hefur aukist um 29#PR samanborið við fyrsta ársfjórðung 2008. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála kynnti.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi ráðsins 14. þ.m. um úthlutunarreglur Kjarvalsstofu í París ásamt reglum og listum yfir umsækjendur og úthlutun 2006 – 2009. (R05050027).

4. Skipun í forvalsnefnd og dómnefnd fyrir samkeppni um styttu af Tómasi Guðmundssyni samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Samþykkt var að í forvalsnefnd sitji Helgi Kristjánsson tilnefndur af menningar- og ferðamálaráði, Hafþór Yngvason tilnefndur af innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur og Þóra Sigurðardóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Í dómnefnd sitji Kjartan Magnússon tilnefndur af menningar- og ferðamálaráði, Sólveig Aðalsteinsdóttir tilnefnd af innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur og Bjarni Sigurbjörnsson tilnefndur af SÍM. (RMF05090030).

5. Lagt fram erindi frá Bandalagi íslenskra listamanna dags. 20. þ.m. með umræðupunktum fyrir samráðsfund borgarstjóra, Bandalags íslenskra listamanna og menningar- og ferðamálaráðs. Til kynningar. (RMF09020002).

6. Borgarlistamaður 2009.
Frestað. (RMF09050003).


Fundi slitið kl. 15.05.
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Brynjar Fransson Hermann Valsson
Dofri Hermannsson Jakob Hrafnsson