Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 96

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 30. apríl, var haldinn 96. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Viðeyjarstofu og hófst hann kl. 13.05 Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius (kl.14.00). Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Styrkumsóknir janúar – apríl 2009. Til afgreiðslu:
Lögð fram styrkbeiðni Bjargeyjar Ólafsdóttur, dags. 8.apríl sl. vegna ljósmyndasýningarinnar Tíru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hafnað. (RMF05090030).
Lögð fram styrkbeiðni Stúlknakórs Reykjavíkur, dags. 13.apríl sl. vegna listastarfs á árinu 2009. Hafnað. (RMF05090030).
Lögð fram styrkbeiðni Þorsteins Kolbeinssonar, dags. 25. febrúar sl. vegna alþjóðlegrar hljómsveitakeppni. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000. (RMF05090030).
Lögð fram styrkbeiðni Söru Björnsdóttur myndlistarmanns, dags. 11 febrúar sl. vegna gestastofu í Róm. Hafnað. Bent á að sækja um hjá Muggi dvalar- og ferðasjóði. (RMF05090030).
Lögð fram styrkbeiðni Steinunnar Ketilsdóttur, dags. 5. febrúar sl. vegna sýninga á dansverkinu „Love always, Debbie and Susan“ á danshátíðum í Evrópu á tímabilinu apríl – september 2009. Hafnað. Vísað til Talíu Loftbrúar. (RMF05090030).

2. Lagt fram erindi frá Félagi íslenskra leikara, Félagi leikstjóra á Íslandi og Félagi leikskálda og handritshöfunda um ferða- og dvalarsjóðinn Talíu fyrir sviðslistafólk. Ráðið samþykkir að vannýtt framlag borgarinnar til sjóðsins verði nýtt til að hann geti starfað áfram með fyrirvara um að Íslandsbanki taki jákvætt í samskonar erindi umsóknaraðila. Ráðið felur stjórn Talíu Loftbrúar að gera tillögu að nýrri stofnskrá fyrir Talíu. (RMF05060021).

3. Lagðar fram tillögur um fyrstu menningarmerkingar eftir kynningar á útlitstillögum Finns Malmquist í umhverfis- og samgönguráði þann 28. apríl sl. og hjá menningar- og ferðamálaráði þann 26. mars sl. Ráðið samþykkti að ráðist verði í fyrstu merkingar við Bernhöftstorfu, Mæðragarðinn, Hallargarðinn og Hljómskálann / Hljómsskálagarðinn. (RMF07020015).

4. Skipun í dómnefnd fyrir samkeppni um styttu af Tómasi Guðmundssyni. Lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 12. nóvember sl. varðandi tillögu um að efnt verði til samkeppni með forvali án nafnleyndar í samvinnu við SÍM um gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni. Á fundi menningar- og ferðamálaráðs þann 11. desember sl. var samþykkt að vísa málinu til borgarráðs. Í borgarráði þann 6. janúar sl. var samþykkt breyting á fjárhagsáætlun þar sem samþykkt var tillaga um að fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs yrði hækkuð um 5.000 þ.kr. vegna framlags til að gera styttu af Tómasi Guðmundssyni. Frestað. (RMF05090030).
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði lýsa furðu sinni á því að á sama tíma og styrkir til sjálfstætt starfandi listamanna eru skornir niður um 5 milljónir skuli meirihlutinn í borgarstjórn setja 5 milljónir í að undirbúa styttugerð. Þetta bendir til þess að meirihlutinn í borgarstjórn telji sig betur til þess fallinn að velja listamönnum borgarinnar yrkisefni en listamennirnir sjálfir. Það er furðuleg forræðishyggja og minnir um margt á áherslur stjórnvalda í ýmsum ríkjum á síðustu öld þar sem oft fóru saman forræðishyggja og blómleg styttugerð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í menningar- og ferðamálaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:

Verkefninu um gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs í janúar eftir að hafa verið samþykkt í borgarstjórn. Menningar- og ferðamálaráð útfærir hvernig staðið verði samkeppni og vali á listamanni. Meirihluti menningar- og ferðamálaráðs telur ánægjulegt að þrátt fyrir niðurskurð sé fjármagni enn varið til menningartengdra verkefna.

5. Endurnýjun samnings Reykjavíkurborgar við Sjóminjasafnið – Víkina. Lögð fram drög að nýjum samningi. Samþykkt.

Kl. 14.30 mættu á fundinn Friðrik Dagur Arnarsson, Anna Torfadóttir forstöðumaður Borgarbókasafns Reykjavíkur, María Karen Sigurðardóttir safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðbrandur Benediktsson f.h. Minjasafns Reykjavíkur, Guðrún Dís Jónatansdóttir f.h. Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

6. Lagt fram minnisblað um ferð þriggja fulltrúa ráðsins á fund menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda í Helsinki 2.-4. mars sl. Til kynningar og umræðu. (RMF08120010).

7. Lögð fram drög að Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2009-2012 ásamt drögum að aðgerðaráætlun. Umræða og yfirferð. (RMF07060007).

Fundi slitið kl. 17.00
Áslaug Friðriksdóttir
Jakob Hrafnsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hermann Valsson
Dofri Hermannsson Friðrik Dagur Arnarson