Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 95

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, fimmtudaginn 2. apríl, var haldinn 95. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi menningar- og ferðamálaráðs að Vesturgötu 1, 2.h.t.h. og hófst hann kl. 14.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Gestur Guðjónsson, Brynjar Fransson, Anna Pála Sverrisdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ferðafagnaður 2009. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti. Tillaga um að 1 m.kr. fjárveiting af liðnum ,,Greining á sóknarfærum í ferðaþjónustu“ verði nýtt til að kosta hugmyndatorg.
Samþykkt.

2. Markaðs- og kynningaráætlun Höfuðborgarstofu 2009. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti.

3. Lagt fram erindi frá Kaffi Hljómalind dags. 11. mars sl. þar sem óskað er eftir stuðningi borgaryfirvalda. Til kynningar.
Sviðstjóra var falið að svara erindinu.

4. Lögð fram skýrsla um ferð fulltrúa ráðsins á ráðstefnu menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda í Helsinki.
Frestað.

5. Ráðstefnan Menningarlandið 2009. Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 12. mars sl. þar sem ráðuneytið boðar ásamt iðnaðarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí nk. Til kynningar.

6. Starfsdagur menningar- og ferðamálaráðs vegna menningarstefnu ákveðinn þann 30. apríl nk.

7. Gestur Guðjónsson sagði frá ferð sinni til London þar sem Reykjavíkurborg hlaut verðlaun alþjóðasamtaka miðborgarstjórna (ATCM) fyrir góðan árangur við hreinsun og fegrun miðborgarinnar.

Fundi slitið kl. 15.30
Áslaug Friðriksdóttir

Brynjar Fransson Anna Pála Sverrisdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hermann Valsson
Gestur Guðjónsson Dofri Hermannsson