Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 94

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, fimmtudaginn 26. mars, var haldinn 94. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi menningar- og ferðamálaráðs að Vesturgötu 1, 2.h.t.h. og hófst hann kl. 14.15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Stefán Benediktsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík kom á fundinn og kynnti Listahátíð í Reykjavík 2009.
Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar og ferðamálaráð fagnar góðri og glæsilegri dagskrá Listahátíðar í Reykjavík sem fram fer 15.–31. maí n.k., en þar mun fjöldi listamanna koma fram og boðið upp á fjölmarga listviðburði borgarbúum og gestum til gagns og gamans.

Kl. 14.20 mætti Ólafur F. Magnússon á fundinn,
Kl. 14.30 mætti Áslaug Thorlacius á fundinn.

2. Tilnefning í stjórn Iceland Naturally 2009 – 2013 skv. erindi Iðnaðarráðuneytisins til borgarstjóra 17. febrúar 2009 og erindi skrifstofustjóra borgarstjóra dags. 26. mars 2009. Samþykkt að tilnefna Svanhildi Konráðsdóttur fulltrúa Reykjavíkurborgar í verkefninu.

3. Fyrirhugaður samningur Ferðamálastofu við Höfuðborgarstofu kynntur ásamt minnisblaði frá Sif Gunnarsdóttur forstöðumanni Höfuðborgarstofu

4. Lögð fram drög að Menningarstefnu Reykjavíkurborgar til kynningar. Sólrún Sumarliðadóttir verkefnisstjóri kynnti.

5. Kynnt voru fyrirsjáanleg áhrif af breytingum á rekstri SPRON á fjárhag Vetrarhátíðar og fyrirkomulag myndlistarlána.

6. Finnur Malmquist hönnuður kynnti nýjar tillögur að útliti menningarmerkinga menningar- og ferðamálaráðs.
Gerður Guðný Gunnarsdóttir, borgarminjavörður lagði fram drög að verkferlum um samskipti borgarminjavarðar og menningar- og ferðamálaráðs vegna umsagna um deiliskipulagstillögur, samkvæmt 3.gr. samþykkta fyrir menningar- og ferðamálaráð. Samþykkt.
Jafnframt var rætt um hvernig beri að fara með húseignir sem eru yngri eru en þær sem reglur um húsvernd segja til um og var ráðið sammála um að það þyrfti að skoða betur.


Fundi slitið kl. 16.00
Áslaug Friðriksdóttir

Brynjar Fransson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Hermann Valsson
Jakob Hrafnsson Stefán Benediktsson