Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 92

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2009, fimmtudaginn 26. febrúar, var haldinn 92. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8 og hófst hann kl. 14.25. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Friðrik Dagur Arnarson. Áheyrnarfulltrúi F lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Pétur Gunnarsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Hafþór Yngvason, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tilnefning innkaupanefndar Listasafns Reykjavíkur. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) tilnefnir Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Ásmund Ásmundsson til vara. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur tilnefnir Birtu Guðjónsdóttur og Daníel Björnsson til vara.
Samþykkt.

2. Eftirfylgni á gerð áhættumats fyrir Listasafn Reykjavíkur frá árinu 2006. Til kynningar. (RMF08110005)

3. Lagt fyrir erindi frá skrifstofu borgarstjóra dags. 18.2.2009 varðandi kosningu í menningar- og ferðamálaráð. Hermann Valsson (V) tekur sæti Guðrúnar Ásmundsdóttur og Friðrik Dagur Arnarson tekur sæti varamanns í ráðinu í stað Margrétar K. Sverrisdóttur. Til kynningar.

4. Lögð fyrir skýrsla Vetrahátíðar 2009. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti. (RMF09020010)
Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Ánægjulegt er að Vetrarhátíð í Reykjavík hefur fest sig í sessi meðal borgarbúa en hátíðin hefur aldrei verið jafn vel sótt. Menningar- og ferðamálaráð þakkar þeim sem tóku þátt í því að gera þessa Vetrarhátíð eins glæsilega og raun ber vitni.

5. Lögð fram tillaga að stjórn Menningarnætur 2009:
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, formaður. Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, Regína Ástvaldsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra, Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, Kristín Viðarsdóttir, verkefnisstjóri á Borgarbókasafni og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.
Samþykkt.

6. Skipun starfshóps um greiningu sóknartækifæra í ferðaþjónustu í Reykjavík:
Áslaug Friðriksdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs formaður vinnuhópsins, Jakob Hrafnsson menningar og ferðamálaráði, Dofri Hermannsson menningar og ferðamálaráði, Friðrik Dagur Arnarson menningar og ferðamálaráði, Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Lára B. Pétursdóttir, fulltrúi SAF, Elvar Knútur Valsson fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar/Impru, Inga Hlín Pálsdóttir fulltrúi Útflutningsráðs/Hagvöxtur á heimaslóð, ásamt öðrum enn óskipuðum fulltrúa frá SAF.

7. Tekin fyrir beiðni rekstrarfélags Sjónlistarmiðstöðvar á Korpúlfsstöðum um niðurfellingu á húsaleigu. Frestað frá fundi 12.2. sl. Menningar- og ferðamálaráð er ekki unnt að verða við erindinu. Menningar- og ferðamálasviði var falið að ræða við Framkvæmdasvið um endurmat á innri leigu Menningar- og ferðamálasviðs fyrir Korpúlfsstaði. (RMF05100003)

8. Lagt fram bréf Hvalaskoðunar Reykjavíkur ehf./Elding og Hvalalífs ehf. dags. 16.2.2009, þar sem óskað eftir yfirlýsingu um stuðning við fyrirtækin vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða í Faxaflóa. (RMF09020007).

Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:

Hvalaskoðun hefur byggst upp jafnt og þétt á síðustu 10-15 árum og er nú orðinn mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu í borginni. Menningar- og ferðamálaráð telur mikilvægt að sátt náist á milli aðila er sinna hvalveiðum og hvalaskoðun, en til að svo megi verða er nauðsynlegt að hvalaskoðunin fái nauðsynlegt svigrúm og að veiðar fari ekki fram í návígi við hvalaskoðun.

Kl. 15.30 vék Ólafur F. Magnússon af fundi.

9. Eiríkur P. Jörundsson forstöðumaður og Sigrún Magnúsdóttir kynningarfulltrúi kynntu Sjóminjasafnið og starfsemi þess.

Fundi slitið kl. 16.20

Áslaug Friðriksdóttir
Jakob Hrafnsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Friðrik Dagur Arnarson