Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 22. janúar, var haldinn 90. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 14.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Anna Pála Sverrisdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins: Magnús Skúlason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fyrir svör við fyrirspurn fulltrúa S-lista sem lögð var fram á fundi menningar- og ferðamálaráðs þann 16. desember 2008. Frestað frá 89 fundi.
2. Lagt fyrir samkomulag um flutning félagsstarfsins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi frá menningar- og ferðamálasviði til velferðarsviðs. (RMF08110002). Samþykkt
- Kl. 14.30 mættu Guðrún Ásmundsdóttir og Magnús Skúlason á fundinn.
3. Styrkir menningar- og ferðamálaráðs 2009. Afgreiðslu frestað frá 89.fundi 8. janúar sl. Sótt var um 125 styrki, samtals að upphæð kr. 183.104.255 og 39 samstarfssamninga, samtals að upphæð kr. 139.689.000, eða kr. 322.793.255 samtals vegna ársins 2009.
Til úthlutunar voru nú kr. 40.800.000 en upprunaleg áætlun nam kr. 44.700.000. Því leggur ráðið til að styrkþegar fái 90#PR af því sem upphaflega var til ráðstöfunar. Samstarfssamningar verði aðeins gerðir til eins árs.
Ráðið lagði fram sameiginlega svohljóðandi tillögu:
Það er vilji ráðsins að ekki þurfi að skerða styrkjapott sviðsins. Því samþykkir ráðið svohljóðandi tillögu: Að lokinni endurskoðun fjárhagsáætlunar í vor verði skoðað hvort aðstæður leyfi frekari úthlutun til sömu styrkþega þannig að upphaflegri áætlun verði náð.
Samþykkt.
Lagt var fram yfirlit sem sýndi tillögur fagnefndar 16.desember 2008 og 8. janúar 2009. Lögð fram svohljóðandi tillaga að styrkveitingum menningar- og ferðamálaráðs 2009:
Tónlistarhópur Reykjavíkur 2009: kr.
Elektra Ensemble c/o Helga Björg Arnardóttir 1.800.000
Verkefni og liststarfsemi: kr.
Áhugamannafélagið AREPO 360.000
Ástrós Gunnarsdóttir 450.000
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr 180.000
Blásarasveit Reykjavíkur 270.000
Blikandi stjörnur – sönghópur 180.000
Blúshátíð í Reykjavík 450.000
Dómkórinn í Reykjavík 180.000
Einar Torfi Einarsson 90.000
Ég og vinir mínir 450.000
Foreldrafélag Drengjakórs Reykjavíkur 180.000
Gjörningaklúbburinn - The Icelandic Love Corporation 270.000
Guðmundur Ólafsson 180.000
Gunnar Kvaran 360.000
Halaleikhópurinn 270.000
Hið íslenska bókmenntafélag 450.000
IBBY á Íslandi 360.000
Kammerkórinn Hljómeyki 180.000
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar - veftímarit 270.000
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar - útgáfa korts 270.000
Lab Loki 900.000
Leikminjasafn Íslands 360.000
Mypocketproductions 720.000
Óperarctic félagið 270.000
Pétur Thomsen 180.000
Samband íslenskra myndlistamanna 360.000
Shalala ehf. 270.000
Sigurður Arent Jónsson 270.000
Steypa ehf. 450.000
Strengjaleikhúsið 900.000
Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð 270.000
Sögusvuntan 270.000
Torfusamtökin 270.000
Tónleikur c/o Lára Sveinsdóttir 720.000
Þóra Karítas Árnadóttir 360.000
Þrívídd sf. 180.000
Samstarfssamningar fyrir árið 2009 kr.
Adapter 180.000
Caput – tónlistarhópur 2.000.000
Draumasmiðjan - Döff leikhúsið 450.000
Evrópa kvikmyndir - Vesturport 2.900.000
Gallerí Ágúst 720.000
Hönnunarmiðstöð 1.170.000
Ísafold Kammersveit 900.000
Jazzhátíð Reykjavíkur 1.700.000
Kammerkórinn Carmina 450.000
Kammermúsíkklúbburinn 500.000
Kling & bang gallerí 1.350.000
List án landamæra 450.000
Listafélag Langholtskirkju 270.000
Listasafn ASÍ 400.000
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 2.800.000
Lókal, leiklistarhátíð ehf. 1.170.000
Main Course ehf. - Food and fun 900.000
Múlinn – Jazzklúbbur 360.000
Mýrin - Félag um bókmenntahátíð 180.000
Nordic Affect 360.000
Nýhil 360.000
Nýlistasafnið 4.800.000
Sequences 900.000
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 450.000
Sjónauki - Tímarit um myndlist 720.000
START ART 450.000 Alls kr. 40.840.000
Samþykkt.
4. Lagðar voru fram svohljóðandi breytingartillögur á 10. og 15. grein samþykktar um Listasafn Reykjavíkur er frestað var frá 89. fundi 8. janúar sl.
III. kafli, 10. grein, önnur málsgrein:
Í stað:
Innkaupanefnd skal skipuð þremur mönnum: Safnstjóra safnsins og tveimur fulltrúum skipuðum af Safnráði sbr. 15. gr. Skulu þessir tveir fulltrúar skipaðir til tveggja ára í senn. Fulltrúi starfsmanna er áheyrnarfulltrúi í innkaupanefnd.
Komi:
Innkaupanefnd skal skipuð þremur einstaklingum sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á myndlist: Safnstjóra og tveimur einstaklingum sem skipaðir eru af menningar- og ferðamálaráði til tveggja ára í senn að fenginni tillögu safnstjóra og umsögn sviðsstjóra. Annan þessara tveggja einstaklinga skal stjórn Sambands íslenskra myndlistarlistarmanna (SÍM) tilnefna.
VI. kafli 15. grein um safnráð falli út en í stað þess komi:
Menningar- og ferðamálaráð getur skipað ráðgjafahóp sem starfar tímabundið að ákveðnum verkefnum með safnstjóra. Safnstjóri skal koma með tillögur að slíkum hóp/hópum og þeim einstaklingum sem í honum/þeim starfa..
Samþykkt. Vísað til borgarráðs til staðfestingar.
Ráðið lagði fram sameiginlega eftirfarandi bókun við breytingu á 10.grein:
Litið er svo á að fulltrúi tilnefndur af SÍM sé ekki endilega félagi í SÍM eða fulltrúi stjórnar SÍM.
5. Kynning á næstu sýningum Listasafns Reykjavíkur. Hafþór Yngvason mætti á fundinn og kynnti væntanlegar sýningar safnsins.
6. Sif Gunnarsdóttir mætti á fundinn og kynnti dagskrá Vetrarhátíðar 2009.
7. Ráðstefna menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda í Helsinki 2. og 3. mars 2009 og framhaldsráðstefna um menningarstefnu 3. og 4. mars 2009 kynntar. Samþykkt að Áslaug Friðriksdóttir og Dofri Hermannssson verði fulltrúar Reykjavíkurborgar á fyrrgreindum ráðstefnum ásamt skrifstofustjóra menningarmála.
Fundi slitið kl. 16.45.
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Anna Pála Sverrisdóttir
Jakob Hrafnsson Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir