Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 86

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 27. nóvember, var haldinn 86. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2.hæð og hófst hann kl. 14.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Marta Guðjónsdóttir, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Svanhildur Konráðsdóttir fór yfir 9 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2008.

2. Lögð fyrir drög að menningarstefnu Reykjavíkur 2009 – 2012. Sólrún Sumarliðadóttir kynnti undirbúningsvinnu og aðgerðaáætlun. Formaður kynnti drög að menningarstefnu. Samþykkt að kynna drögin í þessari mynd fyrir almenningi á vef og samráðsaðilum bréfleiðis þar sem kallað er eftir athugasemdum. (RMF07060007)

3. Lagt fyrir minnisblað Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminjavarðar vegna samstarfs Minjasafns við Sjóminjasafn um varðveislu Aðalbjargarinnar RE. Borgarminjavörður kynnti. Samþykkt að hefja viðræður við stjórn Sjóminjasafnsins og aðra hagsmunaaðila. (RMF08110009)

4. Lagt fram minnisblað Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttir borgarminjavarðar vegna aðildar Minjasafns Reykjavíkur að Rekstrarfélagi Sarps. Borgarminjavörður kynnti. Fyrir liggur tillaga að breytingum sem fela í sér að rekstrarfélag Sarps taki við gagnagrunninum Sarpi af Þjóðminjasafninu til eignar og þrói áfram. Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að Minjasafn Reykjavíkur fái heimild til þess í samræmi við álit borgarlögmanns þ.24. nóv. s.l. um málið. (RMF08110008)

5. Lögð fyrir styrkumsókn Margrétar Vilhjálmsdóttur og Hrundar Gunnsteinsdóttur dags. 14.10.2008 vegna leikverksins Ályktun 1325 – Frestað frá 84. Fundi. Frestað til næsta fundar. (RMF08100013)

6. Lögð fyrir styrkumsókn vegna heimildarmyndar um Ragnar Bjarnason – framsent frá borgarráði til meðferðar Mofr dags. 30.12.2008. Frestað til næsta fundar. (RMF08110001)

7. Lögð fyrir styrkumsókn vegna ICOM – Ceca ráðstefnu 2009. Frestað til næsta fundar (RMF08010003)

8. Lögð fyrir umsögn Höfuðborgarstofu vegna erindis Kvikmyndamiðstöðvar Íslands frá 15. september til borgarráðs um kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama sem haldin verður í Reykjavík haustið 2009. Ráðið tekur undir umsögn Höfuðborgarstofu til borgarráðs. (RMF08100004)

9. Önnur mál: Bréf frá Mannréttindastofu vegna styrkveitinga Reykjavíkurborgar. Ráðið mun beina þeim tilmælum til faghóps um styrki að hafa mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar.

10. Guðrún Ásmundsdóttir áréttaði tillögu sína um að sett verði skilti á húsið nr. 31 við Skólavörðustíg, sem kennt er við Hvítabandið, fyrir 18. febrúar 2009, en það var vígt sama dag 1934. Saga hússins og tillögur að útfærslu fylgdu. Samþykkt að setja í forgang í áætlun um menningarmerkingar.

11. Fulltrúar minnihluta leggja til að starfsdagur verði haldinn í febrúar um listir og menningu í breyttu samfélagi. Samþykkt

12. Minnihluti lagði til svohljóðandi bókun: Fulltrúar minnihlutans leggja til að forstöðumönnum menningarstofnanna verði falið að athuga hvort grundvöllur sé nú í breyttu samfélagi fyrir því að stofnuð verði hollvinasamtök sjálfboðaliða við hverja menningarstofnun. Meirihluti lagði fram eftirfarandi bókun: Bent er á að samstarfsverkefni borgarinnar og félagasamtaka er í farvatninu um verkefnið sjálfboðaliði.is sem gerir ráð fyrir hugmyndum af þeim toga sem minnihlutinn bendir á.

13. Fulltrúar minnihluta leggja til að leitað verði allra leiða til að auka áherslur á íslenska listamenn og hönnuði við skáksýningu sem fyrirhuguð er í Listasafni Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 16.00
Áslaug Friðriksdóttir

Marta Guðjónsdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir
Jakob Hrafnsson Guðrún Erla Geirsdóttir