Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 83

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2008, föstudaginn 10. október, var haldinn 83. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:08. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Margét Sverrisdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju skýrsla starfshóps um varðveislusetur menningarminja frá júní 2008 - frestað frá 82. fundi. Rúnar Gunnarsson, framkvæmda- og eignasviði kom á fundinn.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf. Ljóst er að um mjög brýnt verkefni er að ræða. Mikilvægt er að ráðast í það um leið og fjárhagslegar forsendur eru fyrir því.

2. Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. september 2008 um gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni. Hafþór Yngvason, safnstjóri kom á fundinn.
Fulltrúi Samfylkingar, Margrét Sverrisdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir óskuðu bókað:
Þegar eru til tvö minnismerki til heiðurs minningu ljóðskáldsins Tómasar Guðmundssonar; stytta í Borgarbókasafni og ljóð í gluggum Ráðhússins. Á krepputímum sem nú fara í hönd er því ekki forgangsatriði að gera fleiri minnismerki um sama listamanninn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Meirihlutinn fagnar erindi skrifstofu borgarstjórnar um að reist verði stytta af Tómasi Guðmundssyni sem gefur listamanni tækifæri í því árferði sem ríkir í þjóðfélaginu.

Hafþóri Yngvasyni falið að gera tillögu að verklagi við val á listamanni og kostnaðargreiningu á verkefninu. (RMF05090030)

3. Lagt fram erindi Reykjavík Dancefestival dags. 1. október 2008 um að fá að ráðstafa framlagi skv. samstarfssamningi við Reykjavíkurborg 2008 í stefnumótun og áætlanagerð þar sem hátíðin verður ekki haldin í ár.
Hafnað. (RMF06080012)

4. Skipun 5 fulltrúa úr tilnefningum BÍL í fagnefnd um styrki og samstarfssamninga 2009. Formaður lagði fram tillögu um að í fagnefnd um styrki og samstarfssamninga 2009 sitji Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur, Ívar Valgarðsson myndlistarmaður, Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona, Ólafur Engilbertsson hönnuður og gangrýnandi og Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri.
Samþykkt. (RMF07080005)

5. Lögð fram styrkumsókn Söru Björnsdóttur dags. 8. október 2008 vegna gjörnings á Frieze Art Fair í London í október 2008.
Samþykkt að veita Söru Björnsdóttur kr. 100.000.- styrk.

6. Lögð fram styrkumsókn Jónasar Knútssonar dags. 22. september 2008 vegna ritsins Miskunnsemi andskotans - kvikmyndasaga Bandaríkjanna.
Samþykkt að vísa umsókn til umfjöllunar fagnefndar um styrki og samstarfssamninga 2009. (RMF08090013)

7. Lögð fram styrkumsókn Einars Erlendssonar dags. 3. október 2008 vegna Focus on Nature verkefnisins.
Frestað.

8. Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar um flutning Gröndalshúss - frá 81. fundi. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 8. október 2008. (RMF07030012)

9. Tillögur að þema fyrir ráðstefnu menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda í Helsinki 2009 - ,,Viktiga frågor inför politikerkonferensen 2009#GL.
Samþykkt að leggja til þemað ,,Listir og menning á erfiðum fjárhagstímum” eða ,,Kunst og kultur í ökonomisk krisetid.”

10. Menningar- og ferðamál 2009 - umræður.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð fagnar og þakkar framtaki listakonunnar Yoko Ono fyrir að gefa Reykvíkingum tækifæri til að komast ókeypis út í Viðey næstu daga til að skoða friðarsúluna og hvetur Reykvíkinga til að nýta þetta tækifæri.

Fundi slitið kl. 16.10
Áslaug Friðriksdóttir

Marta Guðjónsdóttir Margrét Sverrisdóttir
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir
Jakob Hrafnsson