Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 25. september, var haldinn 82. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum og hófst hann kl. 14.19. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúi BÍL Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt að áætluðum fundi menningar- og ferðamálaráðs 9. október nk. verði frestað til 10. október kl. 14:00.
- Kl. 14.26 kom Marta Guðjónsdóttir á fundinn.
2. Kynning á starfsemi Listasafns Reykjavíkur - Hafþór Yngvason, safnstjóri.
3. Breytingar á samþykkt Listasafns Reykjavíkur vegna safnráðs. Lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 1. september 2008.
Frestað.
4. Lagt fram og kynnt yfirlit yfir listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur 2007 og 2008. (RMF06080013)
5. Kynning á hugmyndum listamanna um listræna útfærslu á torgi við Tónlistar- og ráðstefnuhús - Hafþór Yngvason, safnstjóri.
6. Lögð fram styrkbeiðni frá Snorra Ásmundssyni dags. 10. september 2008 vegna gjörnings á Frieze Art Fair í London.
Samþykkt að veita Snorra Ásmundssyni kr. 100.000.- styrk. (RMF06080010)
- Kl. 16.09 vék Jakob Hrafnsson af fundi.
7. Lögð fram styrkbeiðni Leikminjasafns Íslands vegna húsaleigu sem barst frá skrifstofu borgarstjóra til meðferðar sviðsstjóra dags. 11. september og umsögn skrifstofustjóra menningarmála dags. 24. september 2008.
Menningar- og ferðamálaráð sér ekki fært að verða við fyrirliggjandi styrkbeiðni að svo komnu máli. Samþykkt að fela skrifstofu menningarmála að fylgjast með og skoða mögulegar lausnir. (RMF06080011)
8. Lögð fram styrkbeiðni frá Tinnu Guðmundsdóttur dags. 9. september 2008 vegna efniskostnaðar vegglistaverksins Eldgoss á Sequences myndlistarhátíð.
Samþykkt að veita Tinnu Guðmundsdóttur kr. 250.000.- styrk.
- Kl. 16.41 vék Guðrún Erla Geirsdóttir af fundi.
9. Niðurstaða dómnefndar í lokaðri samkeppni um samræmt útlit menningarmerkinga kynnt. Vinningshafi er Finnur Malmquist grafískur hönnuður. (RMF07050015)
10. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 11. september 2008 þar sem óskað er eftir upplýsingum um afgreiðslur menningar- og ferðamálaráðs um endurgerð Tjarnarbíós. Lagt fram yfirlit um afgreiðslur menningar- og ferðamálaráðs um Tjarnarbíó 2006 – 2008. (RMF08060001)
11. Lagt fram erindi BÍL dags. 23. september 2008 þar sem fram koma tilnefningar bandalagsins í fagnefnd um styrki og samstarfssamninga 2009. (RMF0808009)
12. Skýrsla starfshóps um varðveislusetur menningarminja frá júní 2008.
Frestað. (RMF07020015).
13. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvernig er áætlað að fjármagna gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni sem nýlega var samþykkt í borgarstjórn að skuli reisa? Hefur verið ákveðið hvernig undirbúningi verður háttað, hvort efnt verður til samkeppni um gerð og útfærslu styttunnar o.s.frv.
Fundi slitið kl. 16.58
Áslaug Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir