Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 4. maí, var haldinn 8. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:05. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Magnús Þór Gylfason, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Anna Eyjólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga ráðgjafahóps um ráðningu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur:
Ráðgjafahópur um ráðningu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, sem skipaður var af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar á fundi þess dags 13. apríl 2005, leggur einróma til að Hafþór Yngvason, forstöðumaður myndlistarmála (Public Art) hjá Listráði Cambridgeborgar, Massachusetts í Bandaríkjunum, verði ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Hafþór Yngvason uppfyllir öll skilyrði sem sett voru í auglýsingu um starfið og er að mati ráðgjafahópsins hæfasti umsækjandinn til að gegna stöðunni.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt einróma.
Einnig var lagt fram bréf sviðstjóra menningar- og ferðamálaráðs, f.h. ráðgjafahópsins þar sem gerð er grein fyrir vali hópsins með tilvísun í verklagsreglur menningar- og ferðamálaráðs um ráðningar stjórnenda menningarstofnana Reykjavíkurborgar. Jafnframt var lögð fram umsókn og greinargerð Hafþórs Yngvasonar ásamt auglýsingu um stöðuna og lista yfir alla umsækjendur. (R05040010).
Fundi slitið kl. 16.30
Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Ármann Jakobsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Heiða Björg Pálmadóttir Anna Eyjólfsdóttir