Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 7

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn 7. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarleikhúsinu og hófst hann kl. 17:20. Mættir: Ármann Jakobsson, Andri Snær Magnason, Ásrún Kristjánsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Magnús Þór Gylfason, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar yfirlit sviðsstjóra. (R05040007)

2. Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir menningar- og ferðamálaráð sem samþykkt var í borgarstjórn 5. apríl sl. (R05040100) Jafnframt voru lögð fram til kynningar drög að skipuriti sviðsins. (R05040196)

3. Lagt fram á ný til afgreiðslu erindi frá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, dags. 7. apríl sl., að viðbættu minnisblaði. Frestað. (R05040067)

4. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að skipan í verkefnisstjórn Menningarnætur í miðborginni 2005:
Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í verkefnisstjórn Menningarnætur árið 2005:
Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, sem jafnframt er formaður.
Hreinn Hreinsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu borgarstjóra.
Kristín Einarsdóttir, verkefnisstjóri miðborgarinnar.
Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri á Borgarbókasafni.
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar.

Greinargerð fylgdi tillögunni. (R05040237)
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt var lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir verkefnisstjórn Menningarnætur 2005. (R05040236)

5. Lögð fram til kynningar minnisblað, dags. 24. apríl og varðar niðurstöðu valnefndar um útisýningu á ljósmyndum á Austurvelli. (R05040186)

6. Lögð fram til afgreiðslu umsögn menningar- og ferðamálaráðs um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sf. 643. mál, heildarlög og frumvarp til laga um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands, 644. mál, sbr. erindi frá borgarlögmanni dags. 15. apríl. (R05040153)

Umsögnin var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengu álit meirihlutans fyrst á fundi til yfirlestrar og geta því ekki tekið afstöðu til umsagnarinnar og sitja því hjá við afgreiðslu umsagnar menningar- og ferðamálaráðs um frumvarp til laga um Ríkisútvarp og frumvarp til laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands.

7. Lagt fram til afgreiðslu erindi, dags. 11. apríl, sem borgarráð sendi ráðinu til meðferðar og varðar erindi Einars Þorsteins Þorsteinssonar, dags. 5. apríl sl., þar sem hann býður Reykjavíkurborg til kaups kvikmyndasafn er tengist sögu borgarinnar.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar borgarskjalavarðar og safnstjóra Ljósmyndasafns Reykjavíkur. (R05040105)

8. Lagt fram til afgreiðslu erindi Einars Hákonarsonar listmálara, dags. 10. apríl sl. og fjallar um sýningaraðstöðu í Listasafni Reykjavíkur. Samþykkt að fela sviðsstjóra að svara Einari með vísan í þá vinnu sem stendur yfir og varðar breytingar á samþykkt um Listasafn Reykjavíkur . (R05040101)

Fundi slitið kl. 18.30

Ármann Jakobsson
Andri Snær Magnason Magnús Þór Gylfason
Ásrún Kristjánsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Heiða Björg Pálmadóttir Rúnar Freyr Gíslason