Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 14. ágúst, var haldinn 79. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:19. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Lilja Hilmisdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Gestur Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á Menningarnótt 2008. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn. Lagðar fram upplýsingar um helstu atriði varðandi dagskrá og skipulagningu Menningarnætur 2008.
- Kl. 14:22 kom Kristín Þorleifsdóttir á fundinn.
2. Viðauki við samstarfssamning um rekstur Korpúlfsstaða dags. 24. júní 2008 lagður fram. (RMF05100003)
3. Viðauki við stofnskrá Muggs dags. 18. apríl 2007 lagður fram. (RMF05090006)
4. Lagt fram erindi SÍM dags. 23. júní 2008 um gerð listaverka við Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. (RMF08060008)
5. Samkeppni um menningarmerkingar. Skipun dómnefndar í lokaðri samkeppni. Samþykkt að í dómnefndinni sitji Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúar meirihluta, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, grafískur hönnuður, fulltrúi minnihluta, Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt, fulltrúi Arkitektafélags Íslands og Dóra Ísleifsdóttir, grafískur hönnuður, fulltrúi Félags íslenskra teiknara. (RMF07020015)
6. Tillaga um flutning bragga frá Syðri-Reykjum í Bláskógabyggð á Árbæjarsafn. Lagt fram minnisblað Minjasafns Reykjavíkur dags. 8. júlí 2008.
Samþykkt. (RMF08080005)
7. Lagt fram erindi Jazzhátíðar Reykjavíkur dags. 10. júlí 2008 til borgarráðs sem framsent var frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júlí 2008 til sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs til meðferðar um hækkun á framlagi í samstarfssamningi.
Frestað. (RMF06080012)
8. Uppbygging Austurstrætis 22. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 29. júlí 2008 og minnisblað borgarminjavarðar dags. 13. ágúst 2008.
Frestað. (RMF08080002)
9. Málefni Viðeyjar - 20 ára afmæli endurreisnar Viðeyjarstofu og gerð fræðsluefnis. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar um fornleifarannsóknir í Viðey dags. 13. ágúst 2008. Frestað.
Fundi slitið kl. 14:58
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Lilja Hilmisdóttir Dofri Hermannsson
Kristín Þorleifsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir