Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, miðvikudaginn 7. maí, var haldinn 74. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:26. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Lilja Hilmarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Gestur Guðjónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Erindi Hallsteins Sigurðssonar um útilistaverk í Gufunesi. Lögð fram umsögn hverfisráðs Grafarvogs um erindið dags. 18. apríl 2008.
- Kl. 14:33 kom Jakob Frímann Magnússon á fundinn.
Samþykkt að fela formanni og sviðsstjóra að afgreiða málið.
(R05050198)
2. Menningarmerkingar - næstu skref. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 7. maí 2008. Samþykkt að halda opna samkeppni um samræmt útlit menningarmerkinga. Auglýst verður eftir tillögum sunnudaginn 18. maí með sex vikna skilafresti. Dómnefnd verði skipuð tveimur fulltrúum meirihluta, einum frá minnihluta auk faglegra fulltrúa. (RMF07020015)
3. Dagur barnsins 2008. Lagt fram til kynningar erindi Maríönnu Friðjónsdóttur f.h. framkvæmdanefndar um Dag barnsins sem haldinn verður hátíðlegur 25. maí 2008. (RMF08050003)
4. Fyrirspurn um fornminjar við Fríkirkjuveg 11, sem fulltrúar minnihluta lögðu fram á frá 72. fundi 29. apríl 2008.
Formaður lagði fram svohljóðandi svar:
Allar upplýsingar um fornminjar lágu fyrir þegar afstaða var tekin til málsins. Bæði um aldur og vernd hússins og þeirra mannvirkja sem umhverfis það eru, svo sem hestagerði fyrir aftan húsið, tröppur í garðinum og annað það sem tengist húsinu. Ákvæði um kvaðir og skyldur nýs eigenda eru skýr í samningi sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti 6. maí 2008.
5. Kynning á framkvæmdum við Tjarnarbíó - Gunnar Gunnsteinsson frá Sjálfstæðu leikhúsunum og Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt komu á fundinn og kynntu stöðuna á framkvæmdum við Tjarnarbíó. (R06010003)
Fundi slitið kl. 15:37
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Lilja Hilmarsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Jakob Frímann Magnússon Dofri Hermannsson
Guðrún Ásmundsdóttir