Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 73

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 29. apríl, var haldinn 73. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 16:00. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Helga Kristín Auðunsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Anna Pála Sverrisdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Óskar Bergsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Fundurinn var árlegur samráðsfundur menningar- og ferðamálaráðs og borgarstjóra með fulltrúum aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna. Til umræðu voru áherslur í menningarmálum og starfsumhverfi listamanna í borginni sbr. umræðupunkta er BÍL lagði fram dags. 29. apríl 2008.
Fundinn sátu auk ofangreindra; borgarstjóri Ólafur F. Magnússon, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir aðstoðarmaður borgarstjóra, Ágúst Guðmundsson forseti BÍL, Albína Thordarson Arkitektafélagi Íslands, Björn Th. Árnason Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Friðrik Þór Friðriksson Félagi leikstjóra á Íslandi, Hjálmtýr Heiðdal Félagi kvikmyndagerðarmanna, Egill Ingibergsson Félagi leikmynda- og búningahöfunda, Karen María Jónsdóttir Félagi íslenskra listdansara, Margrét Bóasdóttir Félagi íslenskra tónlistarmanna og Randver Þorláksson Félagi íslenskra leikara.

Fundi slitið kl. 16:00

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Jakob Frímann Magnússon Anna Pála Sverrisdóttir