Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 68

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 5. mars, var haldinn 68. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:15. Viðstaddir: Jakob Frímann Magnússon, varaformaður, Marta Guðjónsdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Gestur Guðjónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hulda Stefánsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Þriggja ára áætlun menningar- og ferðamálasviðs. Rædd staðan eftir afgreiðslu borgarstjórnar 4. mars.
Fulltrúar minnihlutans óskuðu bókað:
Fulltrúar minnihlutans furða sig á þeim skarða hlut sem menningar- og ferðamál bera frá borði við afgreiðslu þriggja ára áætlunar borgarinnar. Ber þar helst að nefna stöðu hjá Minjasafni Reykjavíkur vegna húsaverndar, sérstaklega í ljósi málefnaáherslna meirihlutans, framlög til listaverkakaupa og framlög til styrkja. Lýsir minnihlutinn fullum stuðningi við viðleitni formanns til að ná fram leiðréttingu á þessu.

2. Kynnt var Elísabet Guðlaug Ólafsdóttir, nýr verkefnisstjóri Viðeyjar, með aðsetur á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs.

3. Tilnefning í stjórn Reykjavíkur Loftbrúar.
Samþykkt að tilnefna Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur formann stjórnar Reykjavíkur Loftbrúar.

4. Reykjavíkurviðburðir erlendis - ósk um stuðning. Lagður fram tölvupóstur Kolbrúnar Karlsdóttur hjá Two Little Dogs dags. 14. febrúar 2008 um samtarf við að kynna íslenska tónlist á erlendum vettvangi.
Samþykkt að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 300.000.-

5. Flóð á Korpúlfsstöðum. Lögð fram greinargerð framkvæmdasviðs dags. 22. febrúar 2008.
- Kl. 15:10 vék Áslaug Friðriksdóttir af fundi.

6. Kynning á Listahátíð í Reykjavík 2008 og fyrirkomulagi stofnunarinnar - Þórunn Sigurðardóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar sagði frá og lagði fram kynningarefni. Að lokum voru henni þökkuð góð störf í þágu hátíðarinnar með lófaklappi, en hátíðin 2008 verður síðasta hátíðin undir hennar stjórn.
- Kl. 15:35 vék Guðrún Ásmundsdóttir af fundi.
- Kl. 15:40 vék Helga Kristín Auðunsdóttir af fundi.

7. Opnun menningarhátíðar Iceland on the Edge í Brussel. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 5. mars 2008.

8. Nefnd um endurskoðun á skipulagi ferðamála.
Frestað.

Fundi slitið kl. 16.00

Jakob Frímann Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Dofri Hermansson