Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, miðvikudaginn 19. desember 2007, var haldinn 64. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 18:13. Viðstaddir: Margrét Sverrisdóttir, formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Jóhannes Bárðarson, Sóley Tómasdóttir, Jóna Lárusdóttir, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Styrkir menningar- og ferðamálaráðs 2008. Lagðar fram tillögur fagnefndar dags. 30. nóvember 2007 um úthlutun styrkja ásamt greinargerð og yfirlit yfir styrkumsóknir til ráðsins 2008.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi breytingatillögur vegna styrkjaúthlutunar menningar- og ferðamálaráðs fyrir árið 2008:
a. Lagt er til að Blásarakvintett Reykjavíkur hljóti 400.000 króna styrk vegna almennrar starfsemi og tónleikahalds innan lands sem utan. Blásarakvintettinn skipar mikilvægan sess í reykvísku menningarlífi og hefur sýnt það og sannað að aðstandendur hans eru í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
b. Lagt er til að Blásarasveit Reykjavíkur hljóti 300.000 króna styrk vegna frumflutnings tónverks á Myrkum músíkdögum 2008. Blásarasveitin hefur hlotið styrk frá Reykjavíkurborg mörg undanfarin ár enda hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína og aðstandendur hennar eru í fremstu röð meðal íslenskra tónlistarmanna.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
c. Lagt er til að Camerarctica hljóti 300.000 króna styrk vegna tónleikahalds í Reykjavík. Sveitin hefur hlotið verðskuldaða athygli með metnaðarfullum tónlistarflutningi og hefur hlotið stuðning frá Reykjavíkurborg á undanförnum árum.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
d. Lagt er til að Foreldrafélag Drengjakórs Reykjavíkur hljóti 236.000 króna styrk vegna almennrar starfsemi og tónleikahalds kórsins. Drengjakórinn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir metnaðarfull og vel heppnuð verkefni. Styrkurinn verði veittur af styrkjalið ráðsins fyrir árið 2007.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
e. Lagt er til að Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir fái 300.000 króna styrk vegna tónlistarviðburða, tengdum söngvurum og öðrum listamönnum, sem störfuðu í Reykjavík. Ingibjörg hefur vakið athygli sem einsöngvari og lagt fram metnaðarfullar hugmyndir um söngdagskrá og önnur verkefni þar sem minning söngvara frá liðnum tímum í Reykjavík er heiðruð með flutningi vinsælla verka þeirra.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
f. Lagt er til að Leikfélagið Snúður og Snælda hljóti 200.000 krónur vegna almennrar leiklistarstarfsemi og sýningarhalds á árinu 2008. Leikfélagið hefur um árabil staðið fyrir öflugu starfi meðal eldri borgara í Reykjavík, sem sjálfsagt er að hljóti áframhaldandi stuðning.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
g. Lagt er til að Leikminjasafn Íslands hljóti 600.000 króna styrk vegna sýningarhalds á árinu 2008. (400.000 í tillögu fagnefndar). Aðstandendur Leikminjasafnsins hafa lyft Grettistaki við varðveislu leikminja og sýningarhald þeirra og hafa mikinn metnað til að efla starfsemina til mikilla muna. Við hæfi er að auka stuðning við slíkt þjóðþrifaverk í stað þess að draga úr honum.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
h. Lagt er til að Lýðveldisleikhúsið hljóti 500.000 króna styrk vegna sýningarhalds leikárið 2007 – 2008. Styrkurinn komi af styrkjalið ráðsins fyrir árið 2007. Sýningarhald Lýðveldisleikhússins lýsir miklum metnaði og hugmyndaauðgi og hefur hlotið góðar viðtökur í borginni.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
i. Lagt er til að Myndhöggvarafélagið í Reykjavík hljóti 600.000 króna styrk vegna verkefnisins ,,Myndlistar fyrir alla.” Verkefnið er skipulagt í samvinnu við Félag íslenskra myndlistarkennara. Margir grunnskólar í Reykjavík þiggja heimsóknir myndlistarmanna fyrir tilstuðlan verkefnisins og er hún nemendum þeirra tvímælalaust til gagns og ánægju auk þess sem hún stuðlar að auknu myndlæsi barna í borginni.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
j. Lagt er til að Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fái 400.000 króna styrk til rekstrar og tónleikahalds á árinu 2008. Hljómsveitin skipar mikilvægan sess í menningarlífi Reykjavíkur og er mikilvægur vettvangur fyrir fjölda tónlistarmanna.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
k. Lagt er til að Sinfóníuhljómsveit unga fólksins fái 400.000 króna styrk til rekstrar og tónleikahalds á árinu 2008. Hljómsveitin skipar mikilvægan sess í menningarlífi Reykjavíkur og er mikilvægur vettvangur fyrir fjölda ungra tónlistarmanna.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
l. Lagt er til að Söngsveitin Fílharmónía fái 400.000 króna styrk til rekstrar og tónleikahalds á árinu 2008. Sveitin gegnir mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar og hefur vakið athygli fyrir góðan flutning og metnaðarfull verkefni.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
m. Lagt er til að Vox Academica hljóti 300.000 króna styrk til tónleikahalds á árinu 2008. Kórinn hefur undanfarin ár skapað sér mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi enda skipaður söngfólki með víðtæka reynslu af tónlist og leggur áherslu á metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar meirihluta rökstyðja frávísanir sínar svo:
Á þessum 64. fundi menningar- og ferðamálaráðs eru til afgreiðslu úthlutanir á fé ráðsins til verkefnastyrkja fyrir fjárhagsárið 2008 sem eru kr. 26.000.000.- Tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varða mun hærri upphæð og er því lagt til að tillögunum verði vísað frá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Samkvæmt fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálaráðs fyrir árið 2008 eru kr. 30.750.000 til úthlutunar vegna styrkja. Að auki eru kr. 736.000 eftir af styrkjafé ársins 2007. Menningar- og ferðamálaráð hefur fulla heimild til að ráðstafa öllu þessu fé á þessum 64. fundi. Það er því út í hött að fullyrða að heimildir um úthlutanir á þessum fundi takmarkist við 26 milljónir króna. Þær takmarkast við kr. 31.486.000 samkvæmt fjárhagsáætlun ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast alfarið gegn því að framlögðum breytingartillögum verði vísað frá og þar með hafnað og greiða því atkvæði gegn frávísunartillögu meirihlutans.
Fulltrúar meirihlutans óskuðu bókað:
Skipað hefur verið sérstakt fagráð til að gera tillögur til menningar- og ferðamálaráðs um úthlutun styrkja. Fyrirkomulagið, sem nú hefur verið viðhaft í 3 ár, undirstrikar áhersluna á faglegt mat við úthlutun á styrkveitingum í menningarmálum. Fagráðið er valið úr 15 manna hópi sem Bandalag íslenskra listamanna tilnefnir og úr þeim hópi skipar ráðið 5 manna fagnefnd sem samþykkt var samhjóða á fundi menningar - og ferðamálaráðs 8. október 2007. Fagráðið starfar í samræmi við verklagsreglur er samþykktar voru árið 2006, kynntar á fundi ráðsins 10.sept. 2007 og ræddar á fundum ráðsins 24. sept., 8. okt. og 7. nóvember s.á. en ekki kom breytingatillaga að. Sjái ráðið ástæðu til að breyta verklagsreglum til enn betra horfs en nú er, þá gefst tækifæri til þess áður en næsta fagráð hefur störf í tengslum við styrkjaúthlutun á næsta ári.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálaráði gera engar athugasemdir við tillögur fagráðsins og samþykkja þær einróma. Við vísum því á bug að með viðbótartillögum okkar sé verið að leggja til breytingar á verklagsreglum faghópsins. Tillögur Sjálfstæðismanna eru í fullu samráði við reglur borgarráðs um úthlutun styrkja fagráða og í góðu samræmi við það verklag sem viðhaft hefur verið í menningar- og ferðamálaráði árum saman. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma að með afgreiðslu ráðsins á þessum 64. fundi er gengið framhjá fjölmörgum listamönnum og hópum listamanna sem hafa unnið ómetanlegt starf í þágu menningar og lista í Reykjavík.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að umsókn Óperukórsins í Reykjavík um styrk vegna tónleikaferðar til Bandaríkjanna verði vísað til ferðasjóðsins Reykjavíkur - Loftbrúar.
Samþykkt einróma.
Lagðar fram að nýju svohljóðandi tillögur fagnefndar að styrkveitingum menningar- og ferðamálaráðs 2008:
Tónlistarhópur Reykjavíkur 2008: kr.
Kammersveitin Ísafold 2.000.000
Verkefni og liststarfsemi: kr.
Amínamúsík ehf 300.000
Atonal Future 500.000
Blúshátíð í Reykjavík 700.000
Draumasmiðjan ehf 500.000
Félag íslenskra landslagsarkitekta 300.000
Félag íslenskra listdanssara 300.000
Félag íslenskra tónlistarmanna 300.000
Guðmundur Arnar Guðmundsson v. Heims sýn 600.000
Halaleikhópurinn 400.000
Hallfríður Ólafsdóttir 500.000
Hinsegin bíódagar 400.000
Húsfélag Alþýðu 300.000
Höfundamiðstöð Rithöfundasambands Íslands 600.000
IBBY á Íslandi 300.000
Ingibjörg Hannesdóttir 300.000
Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan 500.000
Ívar Örn Sverrisson 800.000
Kammerkórinn Carmina 400.000
Kling og Bang 1.000.000
Kolbeinn Bjarnason 400.000
Kristín Mjöll Jakobsdóttir v.Hnúkaþeyr 500.000
Kvikmyndafélag Íslands ehf. Stuttmyndadagar í Reykjavík 700.000
Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn 800.000
Leikminjasafn Íslands 400.000
List án landamæra, Þroskahjálp 500.000
Listfélag Langholtskirkju 500.000
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir 400.000
Lókal, leiklistarhátíð ehf. 2.000.000
Múlinn Jazzklúbbur 500.000
Músík og saga ehf 400.000
Mýrin - félag um barnabókmenntahátíð 500.000
Nordic Affect 500.000
Númer 9 ehf. – Ísold Uggadóttir 500.000
Nýhil 400.000
Panic Production 800.000
Reykjavík Documentary Workshop (RDW) 400.000
Samband ísl. myndlistarmanna v. Metropolis 500.000
Sequences 600.000
Sigurður Flosason 400.000
Sjóminjasafnið 400.000
Sjónauki 500.000
Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð, Rúnar Ingi Einarsson 300.000
Sviðslistahópurinn 16 elskendur, Friðgeir Einarsson 500.000
Tangófélagið, Bryndís Halldórsdóttir 300.000
TFA - áhugamannafélag 300.000
Torfusamtökin 500.000
Örn Magnússon 500.000
Alls kr. 26.000.000
Samþykkt einróma.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að kr. 700.000.- afgangur af styrkjaramma menningar- og ferðamálaráðs fyrir árið 2007 verði ráðstafað til að styrkja eftirtalin verkefni:
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík vegna verkefnisins Myndlist fyrir alla kr. 350.000.-
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins til reksturs og tónleikahalds á árinu 2008 kr. 350.000.-
Samþykkt einróma.
Fundi slitið kl. 20:30
Margrét Sverrisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Kjartan Magnússon
Jóhannes Bárðarson Jóna Lárusdóttir
Sóley Tómasdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson