Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, miðvikudaginn 7. nóvember 2007, var haldinn 60. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:11. Viðstaddir: Guðrún Erla Geirsdóttir, varaformaður, Jóhannes Bárðarson, Felix Bergsson, Kjartan Magnússon og Jóna Lárusdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tillaga Sjálfstæðisflokks um ókeypis aðgang að Listasafni Reykjavíkur – frá 59. fundi 01.11.2007 - til afgreiðslu. (RMF06080008)
- Kl. 14:13 kom Marta Guðjónsdóttir á fundinn.
- Kl. 14:18 kom Sóley Tómasdóttir á fundinn.
Formaður lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Menningar- og ferðamálaráð vísar frá tillögu Sjálfstæðisflokks um ókeypis aðgang að Listasafni Reykjavíkur af þeim ástæðum að hún er efnislega samhljóða því sem þegar er boðað í starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins og er því óþörf.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna.
2. Umsögn um örnefni í tengslum við Tónlistar- og ráðstefnuhússreit. Samþykkt að beina tilmælum til nafnanefndar að huga að því að gömlum örnefnum á Tónlistar- og ráðstefnuhússreit verði haldið til haga. Afrit fari til skipulagsráðs, borgarráðs, Austurhafnar-TR og Portus. (RMF07110004)
3. Stytta af Gísla Halldórssyni heiðursforseta ÍSÍ - beiðni borgarráðs um umsögn um staðsetningu. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. september 2007. Vísað til safnstjóra Listasafns Reykjavíkur til umsagnar. (RMF07090014)
4. Drög að forsögn fyrir endurgerð á Miklatúni. Lagt fram bréf Umhverfissviðs dags. 11. október 2007 að beiðni verkefnastjórnar um endurgerð Miklatúns um umsögn um drög að forsögn fyrir endurgerð á Miklatúni og hugmyndir varðandi Miklatún. Vísað til safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Höfuðborgarstofu til umsagnar. (RMF07100007)
5. Tillaga um breytingar á skipun í starfshópa menningar- og ferðamálaráðs um Grímsstaðavör, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og endurskoðun menningarstefnu.
Lagt til að í starfshópi um Grímsstaðavör sitji: Kjartan Magnússon formaður, Jóhannes Bárðarson og Guðrún Erla Geirsdóttir.
Samþykkt.
Lagt til að í starfshópi um endurskoðun menningarstefnu sitji Margrét Sverrisdóttir formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Signý Pálsdóttir og Svanhildur Konráðdóttir.
Samþykkt.
Skipun í starfshóp um Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.
Frestað.
(RMF05080022)
6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2008. (RMF07080005)
7. Styrkumsókn Söngsveitarinnar Fílharmóníu til borgarráðs dags. 19. mars 2007. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. október 2007 um beiðni um umsögn um styrkumsókn Söngsveitarinnar Fílharmóníu og tillaga skrifstofustjóra menningarmála að umsögn dags. 5. nóvember 2007. Tillaga að umsögn samþykkt. (RMF07110002)
8. Styrkumsókn Leikminjasafn Íslands til borgarráðs dags. 7. júlí 2007. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. október 2007 um beiðni um umsögn um styrkumsókn Leikminjasafns Íslands og tillaga skrifstofustjóra menningarmála að umsögn dags. 5. nóvember 2007. Tillaga að umsögn samþykkt. (RMF07110003)
9. Lagt fram þakkarbréf frá List án landamæra ódagsett vegna styrkveitingar 2007. (RMF07030015)
10. Lögð fram greinargerð sviðsstjóra með drögum að starfs- og fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2008 sem kynnt verður í borgarráði fimmtudaginn 8. nóvember 2007.
Fundi slitið kl. 15:24
Guðrún Erla Geirsdóttir
Felix Bergsson Kjartan Magnússon
Jóhannes Bárðarson Marta Guðjónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Jóna Lárusdóttir