Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 59

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, fimmtudaginn 1. nóvember 2007, var haldinn 59. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:04. Viðstaddir: Margrét Sverrisdóttir, formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Jóhannes Bárðarson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tilkynning um kosningu í menningar- og ferðamálaráð. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. október 2007 um kosningu í menningar- og ferðamálaráð. (RMF06060015)

2. Kosning varaformanns. Guðrún Erla Geirsdóttir kosin varaformaður.

- Kl. 14:06 kom Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.

3. Fastir fundartímar ráðsins. Samþykkt að fastir fundartímar ráðsins verði fyrsta og fjórða miðvikudag í mánuði kl. 14:30 – 16:30 fram að áramótum.

4. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2008. Sviðsstjóri fór yfir drög að starfsáætlun 2008 og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2008. (RMF07060006)

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að almenningi verði veittur gjaldfrjáls aðgangur að Listasafni Reykjavíkur, þ.e. Ásmundarsafni, Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum, í tilraunaskyni. Verkefnið hefjist árið 2008 og er markmið þess að fjölga gestum Listasafnsins og auka tekjur þess.

Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.

Drög að Starfsáætlun 2008 samþykkt með áorðnum breytingum og vísað til borgarráðs.

5. Kynnisferð ráðsins til Boston og Cambridge 26. nóvember til 1. desember. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 31. október 2007. (RMF07100013)

Fundi slitið kl. 15:24

Margrét Sverrisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Kjartan Magnússon
Jóhannes Bárðarson Marta Guðjónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Áslaug Friðriksdóttir