Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 56

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ


Ár 2007, mánudaginn 19. september 2007, var haldinn 56. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.10:10. Viðstaddir: Kjartan Magnússon, formaður, Marta Guðjónsdóttir, Jóhannes Bárðarson, Guðmundur H. Björnsson, Oddný Sturludóttir, Felix Bergsson og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Kynning á drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2008 - nýjar leikreglur um fjárhagsáætlunarferli Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri fór yfir dagatal fjárhagsáætlunar og nýjar leikreglur um fjárhagsáætlunarferli Reykjavíkurborgar. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2008 kynnt og rædd. (RMF07060006)

- Kl. 10:52 vék Felix Bergsson af fundi.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskuðu bókað:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja miður að meirihluti í borgarstjórn hafi ákveðið að auka miðstýringu í fjárhagsáætlunarvinnu borgarinnar og draga úr vægi kjörinna nefnda og ráða í því ferli. Þá vekur furðu að umfjöllum um fjárhagsáætlun og starfsáætlun sé slitin í sundur í fagráðum borgarinnar. Augljóslega er mikilvægt að samhengi sé á milli þeirra tveggja, bæði fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn sviða.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óskuðu bókað:

Vinna við fjárhagsáætlun miðar að því að gera ráðstöfun fjármuna skattgreiðenda markvissari og bæta eftirlit með fjárreiðum. Ekki er óeðlilegt að slík vinna taki einhverjum breytingum á milli ára.

2. Breytingar á skipuriti Menningar- og ferðamálasviðs - til afgreiðslu. Lögð fram tillaga að breyttu skipuriti Menningar- og ferðamálasviðs.
Samþykkt.


Fundi slitið kl. 11:35

Kjartan Magnússon

Guðmundur H. Björnsson Oddný Sturludóttir
Marta Guðjónsdóttir Árni Þór Sigurðsson
Jóhannes Bárðarson