No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 20. júní 2007, var haldinn 52. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Viðeyjarstofu og hófst hann kl.13:10. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Áslaug Friðriksdóttir, Jóhannes Bárðarson, Oddný Sturludóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Margrét Bóasdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Viðurkenning Höfuðborgarstofu á ársþingi samtakanna European Cities Marketing í Aþenu - til kynningar. Sviðsstjóri kynnti viðurkenningu sem Höfuðborgarstofa hlaut í Aþenu hinn 13. júní s.l. fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. (RMF07030013)
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðmálaráð óskar starfsmönnum Höfuðborgarstofu innilega til hamingju með þá viðurkenningu sem Reyjavíkurborg fékk á ársþingi Markaðssamtaka evrópskra borga (European Cities Marketing) í Aþenu 13. júní s.l. Viðurkenningin sýnir að vel hefur verið staðið að verki við markaðssetningu Reykjavíkur á undanförnum árum.
2. Fjármál Menningar- og ferðamálasviðs 2008 - til umræðu. Nýtt fyrirkomulag við fjárhagsáætlunarferlið kynnt. (RMF07060006)
3. Verklag við endurskoðun menningarstefnu - til umræðu. Skrifstofustjóri menningarmála sagði frá verklagi sem haft var við við mótun núgildandi menningarstefnu. Formaður lagði til að stofnaður yrði fimm manna starfshópur til að endurskoða núverandi menningarstefnu og mun hópurinn kalla til sín þá sem hann telur þurfa til ráðgjafar. Hópinn skipi Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála og Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri auk tveggja fulltrúa frá meirihluta og eins frá minnihluta. Hópurinn taki til starfa í haust. Samþykkt. (RMF07060007)
4. Ókeypis aðgangur að söfnum. Samantekt að lokinni ráðstefnu norrænna menningarmálanefnda. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 19. júní 2007.
5. Bókmenntahátíð í Reykjavík - endurnýjun á starfssamningi. Lagt fram erindi Halldórs Guðmundssonar dags. 13. júní 2007 um ósk um endurnýjun á starfssamningi við Bókmenntahátíð í Reykjavík en núverandi samningur rennur út í árslok 2007. Endurnýjun samnings að andvirði kr. 1.600.000.- árlega til næstu fjögurra ára samþykkt með fyrirvara um samþykki borgarráðs. (RMF05080009)
6. Þakkarbréf frá Snorra Sigfúsi Birgissyni vegna styrkveitingar 2006. Lagt fram bréf Snorra Sigfúsar dags. 18. júní 2007 þar sem hann þakkar fyrir veittan styrk frá menningar- og ferðmálaráði á árinu 2006 til útgáfu hljómdisks. Erindinu fylgdi hljómdiskur Snorra Sigfúsar í sjö eintökum. (RMF07030015)
- Kl. 14:30 kom Hermann Valsson á fundinn.
7. Ósk um umsögn menningar- og ferðamálaráðs um erindi Korpúlfa. Frestað frá 51. fundi 11. júní. Lagt fram erindi Korpúlfa - Samtaka eldri borgara í Grafarvogi til borgarráðs er vísað var til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs og bréf Áslaugar Thorlacius f.h. stjórnar Rekstarfélags Sjónlistamiðstöðvarinnar á Korpúlfsstöðum dags. 20. júní. Frestað. (RMF07050007)
8. Tillaga áheyrnarfulltrúa F-lista um leikhóp á vegum Reykjavíkurborgar frá 50. fundi 14. maí. Frestað frá 51. fundi. Vísað til styrkjaferlis borgarinnar í haust vegna ársins 2008.
9. Styrkur úr Fornleifasjóði vegna fornleifarannsókna í Viðey. Lagt fram bréf borgarminjavarðar dags. 29. maí 2007 um að menntamálaráðuneytinu hafi ekki verið unnt að verða við umsókn Minjasafns Reykjavíkur um styrk til að hefja fornleifarannsóknir í Viðey. Ljóst er að ekki er hægt að byrja á verkefninu í ár þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun Minjasafns en stefnt er að því að hefja undirbúningsvinnu á árinu 2008. (RMF0702013)
10. Erindi Viðeyingafélagsins vegna uppsetningar minnisvarða í Viðey. Lagt fram erindi Viðeyingafélagsins til aðstoðarmanns borgarstjóra um uppsetningu minnisvarða í þorpinu um frumkvöðla Milljónafélagsins í tilefni 100 ára afmælis þorpsins á árinu. Óskar félagið eftir aðstoð Reykjavíkurborgar við gerð undirstaða og uppsetningu minnisvarðanna. Frestað.
11. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð felur sviðsstjóra að kanna möguleika á lagningu brautar fyrir seglbáta í Viðey.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 15:20
Kjartan Magnússon
Áslaug Friðriksdóttir Oddný Sturludóttir
Jóhannes Bárðarson Guðrún Erla Geirsdóttir
Hermann Valsson