No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 11. júní 2007, var haldinn 51. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:35. Mættir: Guðmundur H. Björnsson, varaformaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhannes Bárðarsson, Felix Bergsson og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. 3ja mánaða uppgjör og greinargerð. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstar skýrði frá þriggja mánaða uppgjöri Menningar- og ferðamálasviðs. Lagt fram ásamt greinargerð. (RMF07060004)
- Kl. 11.40 komu Oddný Sturludóttir og Áslaug Friðriksdóttir á fundinn
2. Yoko Ono – staðan og kynning á verkinu. Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála kynnti verkið og stöðuna á verkefninu.
Varaformaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir fyrir sitt leyti þá hönnun á verkinu Imagine Peace Tower eftir listakonuna Yoko Ono, sem nú liggur fyrir og hefur verið kynnt ráðinu á fundi þess 11. júní 2007.
Málinu er vísað áfram til umfjöllunar skipulagsráðs og umhverfisráðs Reykjavíkurborgar.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.
(RMF06030002)
3. Borgarlistamaður 2007. Tillaga varaformanns um borgarlistamann 2007 samþykkt með fimm atkvæðum, fulltrúar Samfylkingar sátu hjá. Tilnefningin er trúnaðarmál þangað til tilkynnt verður um borgarlistamann í Höfða 17. júní kl. 14:00. (RMF07060001)
4. Starfsdagur ráðsins 20. júní 2007 – fyrirkomulag. Lögð fram dagskrá starfsdags menningar- og ferðamálaráðs í Viðey 20. júní 2007.
5. Ráðstefna menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlandanna 14. - 16. júní. Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar og þátttökulisti. (RMF06060018)
6. Tilnefningar í starfshóp vegna Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhannes Bárðarson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hafþór Yngvason, safnstjóri og Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála tilnefnd.
Samþykkt.
7. Listasmiðja eldri borgara á Korpúlfsstöðum – Korpúlfar Samtök eldri borgara í Grafarvogi. Erindi Korpúlfa - Samtaka eldri borgara í Grafarvogi til borgarráðs er vísað var til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.
Frestað. (RMF07050007)
8. Tillaga áheyrnarfulltrúa F-lista um leikhóp á vegum Reykjavíkurborgar frá 50. fundi 14. maí.
Frestað.
9. Fyrirspurn frá fulltrúa VG um landvörslu í Reykjanesfólkvangi. Lagt fram bréf, svar við fyrirspurninni, frá stjórn Reykjanesfólkvangs dags. 6. júní s.l. (RMF07060002)
10. Fyrirspurn frá fulltrúa VG um Reykjanesfólkvang. Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá stjórn Reykjanesfólkvangs um fyrirliggjandi mat á ferðaþjónustu í fólkvanginum. (RMF07060002)
11. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að beita sér að málefnum er varða geymslu á listmunum og menningarverðmætum í eigu borgarinnar, með því að beina því til borgarráðs og borgarstjóra að taka upp viðræður við ríkið um varðveislu menningarverðmæta.
Frestað.
Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir samantekt um ástand á geymslumálum menningarstofnana borgarinnar.
Fundi slitið kl. 12:30
Guðmundur H. Björnsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Áslaug Friðriksdóttir Felix Bergsson
Jóhannes Bárðarson Árni Þór Sigurðsson