Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 14. maí 2007, var haldinn 50. fundur menningar- og ferðamálaráðs.
Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:34. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Jóhannes Bárðarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Oddný Sturludóttir og Friðrik Dagur Arnarson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Umhverfis- og menningarmerkingar – til kynningar. Örvar Birkir Eiríksson, verkefnisstjóri Viðeyjar kom á fundinn. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra Viðeyjar dags. 3. maí 2007.
- Kl. 11: 36 komu Guðmundur H. Björnsson og Friðrik Dagur Arnarson á fundinn.
2. Styrkumsókn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík – ósk borgarráðs um umsögn. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 27. apríl 2007. Samþykkt að leggja til við borgarráð að veita Alþjóðlegri kvikmyndahátíð kr. 2.000.000.- styrk.
3. Styrkumsókn Listaháskólans vegna útskriftarsýningar – ósk borgarráðs um umsögn. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 27. apríl 2007. Samþykkt að leggja til við borgarráð að veita útskriftarsýningu Listaháskólans kr. 1.000.000.- styrk.
4. Málefni miðborgarinnar – nýtt félag kynnt. Júlíus Vífill Ingvarsson, kynnti samstarf hagsmunafélags kaupmanna í miðborginni og borgarinnar. Lagt hefur verið til að stofna nýtt miðborgarfélag með stjórn þriggja fulltrúa tilnefnda af borgarráði og fjögurra fulltrúa kaupmanna. Aðsetur félagsins og starfsstöð mun verða í Aðalstræti 2. Búið er að tryggja fjármagn til félagsins frá borgarráði umfram það framlag sem Þróunarfélag miðborgarinnar fékk, en það félag verður lagt niður. Félagið mun hafa samráð við íbúa miðborgarinnar.
5. Samráðsfundur um ferðaþjónustu – tillaga. Lögð fram tillaga um að halda samráðsfund með ferðaþjónustunni líkt og samráðsfundir ráðsins og borgarstjóra með BÍL. Náið samstarf yrði að vera með SAF – Samtökum ferðaþjónustunnar og öðrum ferðaþjónustuaðilum. Vísað til Höfðuborgarstofu.
6. Starfsdagur menningar- og ferðamálaráðs í júní. Samþykkt að starfsdagur ráðsins verði 20. júní. Þá verða lögð fyrir drög að starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2008 og ræddar áherslur í endurskoðun menningarstefnunnar.
7. Skáldastígur.
Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð felur skrifstofustjóra menningarmála að koma með tillögur um framtíðarfyrirkomulag Skáldastígs, sem liggur upp að Unuhúsi og uppsetningu skiltis/skilta þar sem sögu stígsins og Unuhúss eru gerð góð skil.
Samþykkt.
8. Safn Sigurjóns Ólafssonar.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að skipa 5 manna starfshóp sem hefur það verkefni að fara yfir stöðu Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Leitað verði eftir nánu samráði við Birgittu Spur og stjórn Listasafns Sigurjóns Ólafssonar en safnið er sjálfstæð stofnun með sjálfstæðan fjárhag og sjálfstæða stjórn. Starfshópurinn geri tillögur til ráðsins varðandi rekstur, viðhald og framtíðaruppbyggingu safnsins í Laugarnesi og leggi mat á aðkomu Reykjavíkurborgar og hugsanlega annarra að þeirri uppbyggingu. Sviðsstjóri gangi frá erindisbréfi fyrir starfshópinn. Menningar- og ferðamálasvið leggi til starfsmann sem mun starfa með hópnum.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.
9. Áheyrnarfulltrúi F-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að stofnaður verði leikhópur á vegum Reykjavíkurborgar til að gefa gömlum húsum í eigu borgarinnar lifandi túlkun á sögu umræddra húsa.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.
10. Fullrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Er Menningar- og ferðamálaráði kunnugt um það, hvort haldið verði uppi eiginlegri landvörslu í Reykjanesfólkvangi nú í sumar, eins og gert var síðast liðið sumar? Ferðþjónustuaðilar og einstaklingar sem fara um fólkvanginn segja að mikilvægt sé að bregðast snarlega við þeim aðstæðum sem þarna eru til staðar vegna gestagangs og annars álags, enda er svæðið mikilvæg náttúruperla og verðmæt auðlind fyrir ferðaþjónustuna. Ég vil í framhaldinu einnig spyrja hvort ráðið hafi fengið upplýsingar um þörfina fyrir landvörslu á þessu svæði? Ef svo er ekki, er ráðið þá reiðubúið að beita sér fyrir því að staðan verði metin og fyrir umræðum og óskum um eftirlit og vörslu í friðlandinu að lokinni kynningu á stöðu mála?
11. Fullrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar nú í desember var samþykkt að veita fé til rannsóknar á Reykjanesfólkvangi sem ferðamannastað og var málinu vísað til menningar- og ferðamálaráðs í vinnslu. Eftir því sem ég best veit hefur málið ekki enn verið tekið á dagskrá. Ég vil því grennslast eftir því hver staða þess er og hvenær það verði tekið til umfjöllunar.
12. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Vg í Menningar- og ferðamálaráði leggur til að ráðið beiti sér fyrir stofnuð gestastofu í Reykjavík og ákveði að hefja undirbúning að málinu sem fyrst.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.
13. Kjarvalsstofa í París. Rebekka Rán Samper, stjórn Kjarvalsstofu, kom á fundinn. Lagt fram yfirlit yfir úthlutanir Kjarvalsstofu frá 2005 – 2008. Rebekka gerði grein fyrir heimsókn sinni í Kjarvalsstofu í París í lok apríl 2007 og lýsti aðbúnaði og aðstöðu þar. Skrifstofustjóra menningarmála falið að skoða stöðuna og gera tillögur um umbætur.
Fundi slitið kl. 13:15
Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Guðmundur H. Björnsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Friðrik Dagur Arnarson