No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 13. apríl, var haldinn 5. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 15:00. Mættir: Andri Snær Magnason, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Magnús Þór Gylfason, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Anna Eyjólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga um skipan ráðgjafahóps vegna ráðningar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur:
Í samræmi við verklagsreglur um ráðningar stjórnenda menningarstofnana Reykjavíkurborgar, sem samþykktar voru af menningar- og ferðamálaráði 30. mars 2005, er gerð tillaga um að eftirfarandi einstaklingar skipi ráðgjafahóp vegna ráðningarinnar:
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs – formaður, Helga Jónsdóttir, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar, Ólafur Gíslason, listfræðingur og Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Astrup Fearnley Museum of Modern Art.
Samþykkt einróma. (R05040010)
2. Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála varðandi rekstur Viðeyjarstofu. (R05040091)
3. Lagt fram til afgreiðslu erindi, dags. 7. apríl, frá Hrönn Marinósdóttur f.h. Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna fyrirhugaðrar alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík nk. haust.
Frestað. (R05040067)
- Kl. 15.25 tók Stefán Jón Hafstein sæti á fundinum.
4. Lagt fram til afgreiðslu erindi, dags. 31. mars sl., frá Dr. Christian Schoen f.h. Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) þar sem óskað er eftir 900 þús. kr. fjárstyrk til kynningar á íslenskri myndlist hérlendis og erlendis.
Synjað. (R05040088)
5. Lagt fram til afgreiðslu erindi frá Listasafni Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki ráðsins á nýrri staðsetningu útilistaverksins “Klyfjahesturinn” e. Sigurjón Ólafsson. Erindið var lagt fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkur 24. nóvember 2004 þar sem nefndin heimilaði staðsetningu en áskildi sér rétt til að gefa endanlegt samþykki eftir að lokatillaga að umhverfi þess, með tímaáætlunum, hefði verið afgreidd.
Samþykkt einróma. (R05040069)
6. Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. mars sl. þar sem óskað er umsagnar við beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda af húseigninni Grettisgata 11.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar borgarminjavarðar. (R05040089)
7. Sviðsstjóri sagði frá Ferðalangi 2005 sem verður haldinn sumardaginn fyrsta 21. apríl nk. Þar munu ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu kynna starfsemi sína. Við sama tækifæri verður undirritaður samstarfssamningur um ferða- og markaðsmál á höfuðborgarsvæðinu.
8. Á síðasta fundi ráðsins (30.03.05) var lagður fram til kynningar listi yfir 19 umsækjendur um starf safnstjóra við Listasafn Reykjavíkur. Vegna mistaka hjá ráðningarþjónustu Mannafls láðist að geta nafns eins umsækjanda en það er Rakel Halldórsdóttir og voru umsækjendur alls 20. (R05040010)
9. Ákveðið að halda fund ráðsins í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 28. apríl nk. í kl. 17.00.
Fundi slitið kl. 15.55
Stefán Jón Hafstein
Andri Snær Magnason Anna Eyjólfsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason Ármann Jakobsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir