Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 4

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 30. mars, var haldinn 4. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Andri Snær Magnason, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Rúnar Freyr Gíslason. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar yfirlit sviðsstjóra yfir embættisafgreiðslur og helstu verkefni á menningar- og ferðamálasviði ásamt leigusamningi við Minjavernd vegna nýs skrifstofurýmis sviðsins. (R05040007)
2. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að verklagsreglum um ráðningar í störf framkvæmdastjóra stofnana á Menningar- og ferðamálasviði: (R05040011)

Áður en störf stjórnenda menningarstofnana Reykjavíkurborgar, sem nánar eru skilgreindir í samþykktum ráðsins, eru auglýst skal menningar- og ferðamálaráð samþykkja auglýsingu og hvernig að birtingu hennar skuli staðið. Skipa skal þriggja manna ráðgjafahóp sem fer yfir umsóknir og getur kallað til atbeina ráðningaþjónustu sé ástæða talin til. Hópinn skipa auk sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, fulltrúi stjórnsýslu og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar og fulltrúi frá menningar- og ferðamálaráði. Skal hann valinn frá stofnun eða fyrirtæki utan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar með hliðsjón af fagþekkingu á sviðinu eða rekstri stofnana eftir því sem við á hverju sinni. Menningar- og ferðamálaráð getur valið fjórða fulltrúa í hópinn ef sérstök ástæða er talin til. Þess skal gætt að hópinn skipi fulltrúar beggja kynja.
Sviðsstjóri skilar menningar- og ferðamálaráði tillögu sem studd er rökum frá ráðgjafahópnum um hver umsækjenda teljist hæfastur. Gera skal sérstaka grein fyrir því ef niðurstaða er ekki einróma.

Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
3. Lagður fram til kynningar listi yfir 19 umsækjendur um starf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, en þeir eru (í stafrófsröð): (R05040010)
Aldo Castillo
Chus Martinez
Dieter Buchhart
Hafþór Yngvason
Halldór Björn Runólfsson
Hannes Sigurðsson
Hilde Teerlinck
Kinga Araya
Kristinn E. Hrafnsson
Leonard Emmerling
Margrét Sigfúsdóttir
María Rut Reynisdóttir
Njáll Sigurðsson
Ólöf Kristín Sigurðardóttir
Rakel Pétursdóttir
Rebekka Rán Samper
Sólveig Þórisdóttir
Yean Fee Quay
Æsa Sigurjónsdóttir

Jafnframt gerði sviðsstjóri grein fyrir næstu skrefum í ráðningarferlinu.

4. Lögð fram til afgreiðslu drög að útboði á bókunarþjónustu hjá Upplýsingamiðstöð ferðamanna.
Samþykkt. (R05040013)
5. Lagður fram til kynningar samningur um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ferða- og markaðsmálum. (R05040003)
6. Umræður um framtíðarnýtingu Korpúlfsstaða. (R05040014)

Fundi slitið kl. 17.30

Stefán Jón Hafstein
Andri Snær Magnason Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Ármann Jakobsson Rúnar Freyr Gíslason