No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 23. apríl 2007, var haldinn 48. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 14:00. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhannes Bárðarson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Friðrik Dagur Arnarson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Viðey - samningur um þjónustu. Lagður fram undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Hvalaskoðunar Reykjavík um ferjusiglingar til og frá Viðey, leigu og veitingarekstur í Viðeyjarstofu og annan rekstur í Viðey, dags. 22. apríl 2007. Ráðinu var gert grein fyrir ákvörðun kærunefndar útboðsmála nr. 6/2007 dags. 4. apríl 2007. (RMF06110007)
2. Muggur tengslasjóður og ferðasjóður - tilnefning fulltrúa og viðaukar við stofnskrá. Lagðir fram viðaukar við stofnskrá Muggs tengslasjóðs fyrir myndlistarmenn og við stofnskrá Muggs ferðasjóðs fyrir myndlistarmenn.
Lögð fram tillaga um að fulltrúar Reykjavíkurborgar í sjóðsstjórnir Muggs – tengslasjóðs fyrir myndlistarmenn og Ferðasjóð Muggs verði Dagný Heiðdal listfræðingur, formaður og Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður. Til vara: Guðrún Erla Geirsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir. Fulltrúi SÍM var tilnefndur Sigurður Árni Sigurðsson. Til vara: Eggert Pétursson. Samþykkt. (RMF06080012)
3. Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um sýningarhald í Listasafni Reykjavíkur - frestað frá 46. fundi dags. 12. mars 2007.
Samþykkt með svohljóðandi breytingum:
Menningar- og ferðamálaráð beinir þeim tilmælum til safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að haldin verði yfirlitssýning á helstu stefnum og straumum í íslenskri málaralist eftir 1970.
4. Ferðalangur 2007. Lagt fram minnisblað viðburðadeildar Höfuðborgarstofu dags. 20. apríl s.l. um Ferðalang 2007 sem haldinn var á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl s.l. (RMF07030011)
5. Erindi um að heiðra minningu Vilhjálms frá Skáholti. Lagt fram erindi Guðrúnar Norðfjörð Jónsdóttur, f.h. afkomenda Vilhjálms Björgvins Guðmundssonar frá Skáholti, til borgarstjóra dags. 5. febrúar 2007 um að heiðra minningu skáldsins á 100 ára afmæli þess árið 2007. Samþykkt að beina erindinu til starfshóps um umhverfis- og menningarmerkingar og til verkefnisstjórnar Menningarnætur.
6. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að sett verði upp fróðleiksskilti við rústir gamla Breiðholtsbæjarins.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.
7. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að leitast verði við að bæta aðstæður til landslagsskoðunar í borginni í þágu Reykvíkinga og ferðamanna. M.a. verði skoðað með hvaða hætti sé unnt að bæta skilyrði til áningar og setja upp útsýnismyndir við vinsæla útsýnisstaði í Breiðholti; efst í Höfðabakka og við Suðurfell.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt.
8. Bruni í miðborginni miðvikudaginn 18. apríl 2007. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður, kom á fundinn. Settur hefur verið á fót starfshópur til að koma að endurbyggingu húsanna að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 og verður sú vinna gerð samhliða deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Borgarminjaverði falið að upplýsa menningar- og ferðamálaráð um áframhaldandi vinnu starfshópsins.
9. Umræðuefni samráðsfundar ráðsins með Bandalagi íslenskra listamanna kl. 16:00 23. apríl í Höfða. Lagðir fram umræðupunktar frá Bandalagi íslenskra listamanna dags. 18. apríl 2007. (RMF07030014)
Fundi slitið kl. 15:52
Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Jóhannes Bárðarson Guðrún Erla Geirsdóttir
Friðrik Dagur Arnarson