No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 26. mars 2007, var haldinn 47. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:30. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhannes Bárðarson, Felix Bergsson, Oddný Sturludóttir og Friðrik Dagur Arnarson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tillaga um heimild til samningskaupa vegna þjónustu í Viðey. Berglind Ólafsdóttir, skrifstofustjóri fjármála og rekstar, Örvar Birkir Eiríksson, verkefnisstjóri Viðeyjar og Helgi Bogason, innkaupaskrifstofu, komu á fundinn. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 26. mars 2007. Heimild til samningskaupa um þjónustu í Viðey skv. tillögu sviðsstjóra samþykkt með fyrirvara um samþykki innkauparáðs. (RMF06110007)
2. Staðsetning vegna flutnings Gröndalshúss. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður kom á fundinn. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 26. mars 2007. Samþykkt að fela borgarminjaverði og skrifstofustjóra menningarmála að vinna áfram að málinu. (RMF07030012)
- Kl. 12:50 vék Felix Bergsson af fundi.
3. Tillaga fulltrúa Samfylkingar um myndlistarsýningu í Listasafni Reykjavíkur - frestað frá 46. fundi dags. 12. mars 2007.
Frestað.
4. Tillaga áheyrnarfulltrúa F-lista um Fjalaköttinn – frestað frá 45. fundi 26. febrúar 2006. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 9. mars 2007.
Áheyrnarfulltrúi F-lista dró tillögu sína til baka með svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi F-listans, Guðrún Ásmundsdóttir, óskar eftir að bókað verði þakklæti fyrir að unnið hefur verið að hugmynd hennar í tengslum við að endurbyggja gamla bíóhúsið í byggingu þeirri við Aðalstræti sem er eftirlíking að Fjalakettinum svokallaða. Í ljós hefur komið að húsið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar og ekki áhugi hjá núverandi eigendum til að endurvekja elsta bíóhús í Evrópu staðsett í miðju borgarinar. En það mátti reyna.
(RMF07030004)
5. Umsóknir Menningar- og ferðamálasviðs um styrk í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 21. mars 2007. (RMF07030009)
6. Viðburðir og umfjöllun um miðborgina - niðurstöður Fjölmiðlavaktarinnar 2006. Frestað.
7. Tilnefning Höfuðborgarstofu til verðlaunanna European City Tourism Organisation of the Year. Lagðar fram fréttatilkynningar frá Höfuðborgarstofu dags. 16. mars 2007 og fréttatilkynning frá European Cities Marketing dags. 7. mars 2007.
Lögð fram svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð vill koma á framfæri hamingjuóskum til Höfuðborgarstofu með tilnefningu til verðlaunanna Evrópsk markaðsskrifstofa ársins. (RMF07030013)
8. Yfirlit yfir gerða samstarfssamninga til allt að þriggja ára. Lagt fram yfirlit dags. 19. mars 2007. (RMF06080012)
9. Næsti fundur ráðsins verður 23. apríl 2007.
Fundi slitið kl. 13:30
Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Guðmundur H. Björnsson Friðrik Dagur Arnarson