Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 45

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, mánudaginn 26. febrúar, var haldinn 45. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:35. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Sigríður Heiðar, Jóhannes Bárðarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Oddný Sturludóttir og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Tillaga um að hefja að nýju fornleifauppgröft í Viðey. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður, mætti á fundinn.

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að áframhaldandi fornleifarannsóknum í Viðey. Lögð verði í fyrstu áhersla á jarðsjármælingar og í framhaldi verði gerð áætlun um frekari rannsóknir á svæðinu. Minjasafni Reykjavíkur verði falið að hefja undirbúning og sækja um styrk í fornleifasjóð.

Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt. (RMF07020013)

- Kl. 11:39 kom Júlíus Vífill Ingvarsson á fundinn.

2. Fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar frá 44. fundi um upplýsinga- og fræðsluskilti í miðbænum. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra Viðeyjar dags. 21. febrúar 2007. (RMF07020015)

3. Menningarmiðstöð í Grafarvogi - Jórunn Frímannsdóttir, formaður undirbúningsnefndar um menningar- og þjónustumiðstöð í Grafarvogi, Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri og Anna Torfadóttir, borgarbókavörður mættu á fundinn. Lagt fram minnisblað borgarbókavarðar dags. 26. janúar 2007 og bréf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs dags. sama dag. (RMF07020011)

4. Yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 2006. Hafþór Yngvason, forstöðumaður, mætti á fundinn. (RMF06080013)

5. Áskorun nokkurra listamanna um endurskoðun reglugerðar Listasafns Reykjavíkur. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 21. febrúar 2007, bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 15. september 2006 og umsögn sviðsstjóra til skrifstofu borgarstjóra, dags. 6. september 2007. (RMF07020013)

6. Fyrir stafni eftir Pétur Bjarnason. Tillaga að staðsetningu til samþykktar. Lagður fram tölvupóstur til borgarstjóra frá Eimskipum dags. 24. ágúst 2006 og umsögn forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 16. nóvember 2007. Staðsetning við vöruhótel og aðalskrifstofur Eimskips í Sundahöfn samþykkt. Vísað til borgarráðs. (RMF06010004)

7. Drög að dagskrá fundar menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlandanna í Reykjavík 14. - 16. júní 2007. Samþykkt. Skrifstofustjóra menningarmála falið að vinna áfram að málinu. (RMF06060018)

- Kl. 13:47 vék Jóhannes Bárðarson af fundi.

8. Vetrarhátíð 2007.
Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju sinni með metnaðarfulla dagskrá og vel heppnaða framkvæmd Vetrahátíðar og vill koma á framfæri þakklæti til verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra hennar.

Samþykkt.

9. Áheyrnarfulltrúi F-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:

Tillaga frá Guðrúnu Ásmundsdóttur áheyrnarfulltrúa fyrir F-lista, um að endurgera kvikmyndasal sem var til húsa í Fjalakettinum svokallaða og nýta til sýninga á þöglum bíómyndum sem sýndar verða með píanóundirleik.

Greinargerð fylgdi tillögunni.
Frestað.

10. Lögð fram svohljóðandi bókun frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingu:

Fulltrúar VG og Samfylkingar óska bókað að menningar- og ferðamálaráð og fulltrúar listamanna hafi skýra aðkomu að hönnun nýrrar menningarmiðstöðvar í Spönginni.


Fundi slitið kl. 14:00

Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Sigríður Heiðar Guðrún Erla Geirsdóttir
Árni Þór Sigurðsson