Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 42

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, mánudaginn 8. janúar, var haldinn 42. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:40. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Endanlegur listi yfir afgreiðslu styrkja lagður fram. (RMF06080015)

Á 41. fundi menningar- og ferðamálaráðs 14. desember 2006 samþykkti ráðið eftirfarandi styrkveitingar og samstarfssamninga:

Ung Nordisk Musik hlaut 1 m. kr. til að halda UNM hátíð í Reykjavík í september 2007.

Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur hlaut 800 þús. kr. styrk til að setja upp fjölleiksýninguna Draugaskipið og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona sömu upphæð til uppsetningar einleiks á 50 ára leikafmæli hennar í Iðnó, þar sem sögu hússins eru gerð skil.

700 þús. kr. styrk hlutu Blúshátíð í Reykjavík, Kvikmyndafélag Íslands vegna stuttmyndadaga og leiklistarhátíðin Lókal.

600 þús. kr. styrk hlutu Ergis kvikmyndaframleiðsla vegna heimildamyndar um Jórunni Viðar tónskáld og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík vegna Myndlistar fyrir alla.

500 þús. kr. styrk hlutu sviðslistahópurinn CommonNonsense, leikhópurinn Draumasmiðjan, Hið íslenska bókmenntafélag, Kór Áskirkju, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Leikminjasafn Íslands, Lífsmynd - heimildarmynd um Jónas Hallgrímsson, Lýðveldisleikhúsið, Jazzklúbburinn Múlinn, myndlistarhátíðin Sequences, Sögusvuntan, leikhópurinn Thalamus og Örn Magnússon píanóleikari.

400 þús. kr. styrk hlutu Blásarakvintett Reykjavíkur, Camerarctica, Davíð Stefánsson ljóðskáld, Halaleikhópurinn, Kammerkórinn Carmina, Kling & Bang gallerí, Minerva Iglesias Carcia dansari, skáldahópurinn Nýhil, tónlistarhópurinn Rinascente, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Söngsveitin Fílharmónía.

300 þús. kr. styrk hlutu Blásarasveit Reykjavíkur, Gunnar Kvaran - Töframáttur tónlistarinnar, List án landamæra, Matarsetrið Matur-saga-menning og tónleikaröðin Nordic affect.

250 þús. kr. styrk hlaut myndlistarverkefnið InfoPHR-Alien Structures in Urban Landscape og 200 þús. kr. styrk hlutu 15:15 tónleikahópurinn, Eiríkur Orri Ólafsson tónlistarmaður, Félag íslenskra tónlistarmanna, Foreldrafélag drengjakórs Reykjavíkur, IBBY á Íslandi og Rúrí myndlistarmaður.

150 þús. kr. styrk hlaut Lúðrasveit verkalýðsins og 100 þús. kr. styrk hlutu Benedikt S. Lafleur skáld og myndlistarmaður, Kórskóli Langholtskirkju v. drengjakórs, Leikfélag eldri borgara Snúður og Snælda, Kórstarf eldri borgara í Gerðubergi og Samband ungra sviðslistamanna.

Samstarfssamningar:

5.000.000 kr. Nýlistasafnið.

3.500.000 kr. Artbox ehf. - leikhúsið Vesturport.

3.300.000 kr. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.

3.000.000 kr. Möguleikhúsið.

2.500.000 kr. Kammersveit Reykjavíkur.

2.000.000 kr. Tónlistarhópurinn Caput, Jazzhátíð Reykjavíkur, Nýsköpunarsjóður tónlistar - Musica Nova.

1.750.000 kr. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

1.500.000 kr. Kirkjulistahátíð, Stórsveit Reykjavíkur.

1.200.000 kr. Gallerí 1-8, Schola Cantorum, Tónskáldafélag Íslands v. Myrkra músikdaga.

1.000.000 kr. Íslensk tónverkamiðstöð, Nútímadanshátíð í Reykjavík, Pars Pro Toto, Stoppleikhópurinn.

500.000 kr. Félag Kvikmyndagerðarmanna, Íslensk grafík, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit Verkalýðsins, Lúðrasveitin Svanur, Tríó Reykjavíkur.

400.000 kr. Kammermúsikklúbburinn, Leikfélagið Hugleikur, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Miðstöð munnlegrar sögu, Mozarthópurinn, Voces Thules.

300.000 kr. Íslensku tónlistarverðlaunin, Listasafn ASÍ.

250.000 kr. Kvennakórinn Vox Feminae.

Jafnframt var Tríó Reykjavíkur valið Tónlistarhópur Reykjavíkur 2007 og hlýtur þess vegna 1.000.000 kr. til viðbótar við starfssamning.

2. Breytilegur gildistími samstarfssamninga. (RMF06080012)

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Starfssamningar menningar- og ferðamálaráðs fyrir árin 2007 til 2009 voru samþykktir til allt að þriggja ára. Lagt er til að samstarfsaðilum verði boðinn sá valkostur að undirrita þá annað hvort til tveggja eða þriggja ára.

Greinargerð fylgdi tillögunni.

Samþykkt.

3. Samningur Reykjavíkurborgar og Rekstrarfélags um Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum - til afgreiðslu. Lögð fram drög að þremur samningum um Korpúlfsstaði. Samþykkt. (RMF05100003)

4. Skipun í hússtjórn Sjónlistarmiðstöðvar á Korpúlfsstöðum – til afgreiðslu. Lögð fram tillaga um Svanhildi Konráðsdóttur, sviðsstjóra, sem formann og Óttar Guðjónsson, hagfræðing. Frestað að tilnefna varamenn. Samþykkt með þremur atkvæðum, þrír sátu hjá. (RMF05100003)

5. Breytingar á ramma Menningar- og ferðamálasviðs. Lagt fram yfirlit dags. 3. janúar 2007 yfir breytingar á ramma Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF06080008)

6. Tillaga Vinstri grænna í borgarstjórn 19. desember 2006 um Reykjanesfólkvang – til kynningar.

- Kl. 12:10 kom Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.

7. Þátttaka Höfuðborgarstofu í tónlistarkaupstefnunni Midem - til kynningar. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 4. janúar 2007. (RMF07010003)

8. Höfuðborgarráðstefna í Helsinki - til kynningar. Lagt fram bréf til borgarstjóra frá Helsinkiborg dags. 25. október 2006. (RMF07010003)

9. Þátttaka Reykjavíkurborgar í menningar- og ferðamálakynningu í Brussel árið 2008 - til afgreiðslu. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra í sendiráði Íslands í Brussel dags. 5. janúar 2007, bréf sendiherra Íslands í Brussel dags. 8. janúar 2007 og kynningarglærur. (RMF06050011)

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir f.h. Reykjavíkurborgar að taka þátt í menningar- og ferðamálakynningu sem sendiráð Íslands ráðgerir að standa fyrir í Brussel árið 2008. Vilyrðið er gefið með þeim fyrirvara að dagskrá og skipulagning kynningarinnar falli að áherslum Reykjavíkurborgar í menningar- og ferðamálum og að verkefni sem menningarstofnanir Reykjavíkurborgar kunna að verða aðilar að njóta framlaga úr sameiginlegum sjóði menningarkynningarnnar.

Fjárveiting verkefnisins á árinu 2008 skal vera að hámarki 5.5 m.kr. þar af skal framlag til menningarkynningarinnar vera að hámarki 4 m.kr. Kostnaður við þátttöku í ferðamálakynningum eða öðrum viðburðum skal rúmast innan heildarfjárveitingarinnar.

Nánari tilhögun fjárveitingarinnar er vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs enda liggi þá fyrir staðfest dagskrá um menningarviðburði og kynningar.

Falli til kostnaður vegna undirbúnings á árinu 2007 skal hann rúmast innan núverandi fjárhagsramma skrifstofu sviðsins og einstakra stofnana á Menningar- og ferðamálasviði.

Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að undirbúningi f.h. Reykjavíkurborgar.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.

10. Tillaga Húsafriðunarnefndar ríkisins um friðun Gröndalshúss - umsögn borgarminjavarðar. Lagt fram bréf borgarminjavarðar dags. 4. janúar 2007. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður, mætti á fundinn. (RMF06050007).

11. Niðurstöður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ættingja Jóhannesar Kjarvals gegn Reykjavíkurborg – til kynningar.

12. Lokanir á menningarstofnunum. Landnámssýning er lokuð vegna forvörslu rústarinnar frá áramótum til 3. mars 2007 og Kjarvalsstaðir eru lokaðir frá miðjum desember 2006 til 3. febrúar 2007.

13. Styrkjaboð ráðsins. Iðnó föstudaginn 12. janúar 2007 kl. 17:30. Einnig mun þá fara fram undirrskrift samninga um sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum.

Fundi slitið kl. 13:25

Kjartan Magnússon

Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein

Áslaug Friðriksdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir

Jóhanna Hreiðarsdóttir Árni Þór Sigurðsson