Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 41

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 14. desember, var haldinn 41. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Viðeyjarstofu, Viðey og hófst hann kl.17:00. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðmundur H. Björnsson, Sigríður Heiðar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ásta Þorleifsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Styrkir og samstarfssamningar. Lagðar fram tillögur fagnefndar dags. 14. desember um úthlutun styrkja og samstarfssamninga.
Samþykkt með áorðnum breytingum með 6 atkvæðum, 1 situr hjá. (RMF06080012/RMF06080015)

2. Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfsstöðum. Lagt fram bréf varaformanns SÍM og formanns Forms Íslands ódagsett.
Sviðsstjóra falið að vinna að endurnýjun samnings við SÍM og Form Ísland. (RMF05100003).

3. Listmunalán. Framvinda málsins frá síðasta fundi.

Fundi slitið kl. 17:57

Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Júlíus Vífill Ingvarsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sigríður Heiðar Árni Þór Sigurðsson