Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 3

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, þriðjudaginn 8. mars, var haldinn 3. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Aðalstræti 2 og hófst hann kl. 12:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Andri Snær Magnason, Katrín Jakobsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar samþykkt að fyrirmynd fyrir fagráð Reykjavíkurborgar, dags 3. mars 2005. (R05020008)

2. Lögð fram til afgreiðslu ný samþykkt fyrir menningar- og ferðamálaráð. Samþykkt samhljóða. Einnig var lagður fram viðauki um verklagsreglur. Frestað. (R05020008 )

3. Samþykkt að fyrirhugaður samráðsfundur með Bandalagi íslenskra listamanna verði haldinn í Höfða 13. apríl nk. (R03100140)

4. Samþykkt að næsti fundur ráðsins verði haldinn 30. mars nk.

5. Sviðsstjóri sagði frá kynningarfundum erlendis sem haldnir voru í samvinnu við Listahátíð.

Fundi slitið kl. 13.10

Stefán Jón Hafstein

Ásrún Kristjánsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Andri Snær Magnason Magnús Þór Gylfason
Katrín Jakobsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir