Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 38

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 13. nóvember, var haldinn 38. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:40. Mættir: Guðmundur H. Björnsson, varaformaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhannes Bárðarson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Margrét Sverrisdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. 9 mánaða uppgjör á rekstri Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð. Lagt fram til kynningar. (RMF06040007).

2. Framlög Reykjavíkurborgar til barnamenningar - svar við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, lögð fram á 34. fundi, 25. september. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 8. nóvember 2006.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:

Meirihluti þakkar stofnunum Menningar- og ferðamálasviðs, ÍTR og Menntasviði fyrir vel unna samantekt um menningarstarf fyrir börn í borginni á undanförnum árum. Menningarstarfsemi sem ætluð er börnum sérstaklega er almennt ekki aðgreind frá annari menningarstarfsemi enda eðlilegt að líta á þá starfsemi sem samofinn og órjúfanlegan hluta af menningarlífi borgarinnar. Engu síður er gagnlegt að fá samantekt sem þessa og full ástæða til þess að vera vakandi yfir því að lifandi menning ætluð börnum sérstaklega og menningaruppeldi fái þá athygli og rými í menningarstarfi borgarinnar sem vera ber.

Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:

Þakkað er fyrir framlagðar upplýsingar um framlög til barnamenningar og er ljóst að borgin leggur töluvert fé í menningu sem sérstaklega er í þágu barna eða með börnum. Stór hluti barnamenningar virðist þó samþættur annarri starfsemi sviða og stofnana eins og eðilegt er. Ljóst er að til að borgin geti sett sér markmið varðandi aukna barnamenningu þarf að bæta markvissa skráningu þess fjár sem um ræðir. Fulltrúi Vinstri grænna mun leggja fljótlega fram tillögu í þá veru og til að styrkja menningu með börnum og fyrir börn í borginni. (RMF06090007)

3. Rekstur í tengslum við Viðey – tillaga um aðferðafræði. Eyþóra Kristín Geirsdóttir, frá innkaupa- og rekstrarskrifstofu kom á fundinn. Lagt fram minnisblað Helga Bogasonar, innkaupa- og rekstarskrifstofu, dags. 10. nóvember 2006. Samþykkt að fara þá leið sem innkaupa- og rekstarskrifstofa mælir með um samningskaup á þróun á nýrri þjónustu tengdri Viðey. Drög að samningsmarkmiðum verði lögð fyrir ráðið til afgreiðslu. (RMF06050013)

4. Þráðlaust net í Kvosinni.
Á 37. fundi, 23. október, lagði fulltrúi Samfylkingar fram svohljóðandi tillögu:

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að kanna áhuga fjarskiptafyrirtækjanna á því að setja upp búnað sem kemur miðbæ Reykjavíkur í þráðlaust netsamband. Hægt verði að tengjast Netinu þráðlaust með fartölvu hvar sem er í kjarna miðborgarinnar. Stefnt verði að því að aðgangur verði gjaldfrjáls en hugsanlega með þeim takmörkunum sem fyrirtækin telja nauðsynlegan, þó þannig að hægt sé að sinna algengustu erindum á Netinu.
Samþykkt.

5. Iceland Fashion Week 2007 – ósk um samstarf. Lagt fram erindi frá BaseCamp, ódagsett. Samþykkt að Höfuðborgarstofa verði tengliður viðburðinn. (RMF06110005)

- Kl. 13:00 vék Jóhannes Bárðarson af fundi.

6. Þróun ferðaþjónustu í Reykjavík 2000-2006 og viðhorfskannanir meðal erlendra ferðamanna – kynning Höfuðborgarstofu. Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála og María Reynisdóttir, markaðsfulltrúi mættu á fundinn.

7. Ferðamálaráðstefnan 2006. Kynning á dagskrá Ferðamálaráðstefnu 2006 sem haldin verður á Hótel Loftleiðum þann 16. nóvember 2006.

- Kl. 14:16 vék Svandís Svavarsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 14:30

Guðmundur H. Björnsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Stefán Jón Hafstein
Guðrún Erla Geirsdóttir