Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 37

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 23. október, var haldinn 37. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgarleikhúsinu og hófst hann kl.12:05. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhannes Bárðarson, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Breyting á 4. lið fundargerðar 36. fundar dags. 16. október 2006:
Í stað ,,Samþykkt með hjásetu minnihluta” komi ,,Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá”.
Samþykkt.

2. Tilnefning fagnefndar vegna styrkja og starfssaminga. (RMF06080012)
Samþykkt að tilnefna:
- Guðrún Einarsdóttir, Sambandi íslenskra myndlistamanna, til vara Ingólfur Arnarsson, Samband íslenskra listamanna.
- Pétur Gunnarsson, Rithöfundasambandi Íslands, til vara Sveinbjörn I. Baldvinsson, Félagi leikskálda og handritshöfunda
- Hallmar Sigurðsson, Félagi leikstjóra á Íslandi til vara Ingibjörg Björnsdóttir, Félagi íslenskra listdansara
- Sigurður Flosason, Félag tónskálda og textahöfunda til vara Hildigunnur Rúnarsdóttir, Tónskáldafélag Íslands
- Elísabet Waage, Félag íslenskra tónlistarmanna til vara Snorri Örn Snorrason, Félag íslenskra hljómlistarmanna.

- Kl. 12:19 mætti Júlíus Vífill Ingvarsson á fundinn.

3. Fyrirspurn um stefnu, markmið og tilgang með listaverkakaupum Listasafns Reykjavíkur. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. (RMF06080013)

4. Fyrirspurn vegna mögulegrar nýtingar á Aðalstræti 10. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. (RMF06090006)

5. Samstarf menningar- og ferðamálasviðs og menntasviðs.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að skrifstofustjóra menningarmála og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að kanna samstarfsmöguleika Menningar- og ferðamálasviðs og Menntasviðs með það fyrir augum að efla tengsl barna við listir og menningu. Sérstaklega skal horft til þess að Listasafn Reykjavíkur kanni möguleika á að setja upp sýningu á safneign sinni í grunnskólum borgarinnar, sem lið í átaki um að gera listaverkaeign Reykjavíkur sýnilega í skólum. Greinargerð um möguleg samstarfsverkefni skal skila til viðkomandi fagráða eigi síðar en 20. nóvember nk.
Samykkt. (RMF06100005)

6. Skipan starfshóps vegna menningarminja í Grímsstaðavör.
Samþykkt að skipa Kjartan Magnússon, formann, Mörtu Guðjónsdóttur, Jóhannes Bárðarson, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur og Ástu Þorleifsdóttur í starfshópinn. (RMF05100006)

7. Ný tímasetning og þema fyrir fund menningarmálanefnda höfuðborga Norðurlanda árið 2007. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarskrifstofu.
Samþykkt að fundurinn verði haldin 15. og 16. júní og þema ráðstefnunnar verði Menning – metnaðarfull sköpun eða afþreying. Jafnframt verði sótt um ókeypis aðgang að söfnum sérstaklega. (RMF06060018)

8. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að kanna áhuga fjarskiptafyrirtækjanna á því að setja upp búnað sem kemur miðbæ Reykjavíkur í þráðlaust netsamband. Hægt verði að tengjast Netinu þráðlaust með fartölvu hvar sem er í kjarna miðborgarinnar. Stefnt verði að því að aðgangur verði gjaldfrjáls en hugsanlega með þeim takmörkunum sem fyrirtækin telja nauðsynlegan, þó þannig að hægt sé að sinna algengustu erindum á Netinu.
Frestað.

9. Kynning á Borgarleikhúsinu. Guðjón Pedersen, leikhússtjóri kynnir og leiðir um húsið.

Fundi slitið kl. 14:15

Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Júlíus Vífill Ingvarsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Jóhannes Bárðarson Árni Þór Sigurðsson