No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2006, mánudaginn 16. október, var haldinn 36. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:40. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Guðmundur H. Björnsson, Áslaug Friðriksdóttir, Jóhannes Bárðarson, Stefán Jón Hafstein og Ugla Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Þuríður Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Verndun menningarminja í Grímsstaðavör - Guðný Gerður Guðmundsdóttir, borgarminjavörður, kom á fundinn. Tillaga frá 34. fundi dags. 25. september um stofnun starfshóps sem fari yfir hugmyndir og komi með tillögur um framtíð svæðisins samþykkt. (RMF05100006)
2. Viðey – starfsemi 2007. Sviðsstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu. (RMF06050013)
3. Starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2007. Samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúi Vinstri-grænna sat hjá. (RMF06080008)
- Kl. 12:40 vék Jóhannes Bárðarson af fundi.
4. Fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2007. Samþykkt með hjásetu minnihluta. (RMF06080008)
5. Samþykkt að samningur við Sjálfstæðu leikhúsin um Tjarnarbíó verði framlengdur um eitt ár.
6. Rætt um aukin tengsl skóla og menningarstofnana. Fulltrúar Samfylkingar lögðu til að Listasafn Reykjavíkur kanni möguleika á að setja upp Erró sýningu í grunnskólum borgarinnar, sem lið í átaki um að gera listaverkaeign Reykjavíkur sýnilega í skólum.
Fundi slitið kl. 13.35
Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Áslaug Friðriksdóttir Ugla Egilsdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir