Menningar- og ferðamálaráð
Menningarmálanefnd Árið 2001, miðvikudaginn 10. janúar hélt menningarmálanefnd sinn 320. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12:00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Þór Vigfússon, varafulltrúi BÍL, Tryggvi M. Baldvinsson, fulltrúi BÍL, Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Anna Torfadóttir, Svanhildur Bogadóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð. Þetta gerðist: 1. Styrkumsóknir. Tilnefndir umsjónarmenn faghópa , sem munu gefa umsögn um umsóknir. Tryggvi M. Baldvinsson – tónlist; Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Anna Torfadóttir og Svanhildur Bogadóttir – bókmenntir/fræði/menningarstarf almennt; Eiríkur Þorláksson, María Karen Sigurðardóttir, Valgerður Bergsdóttir/Þór Vigfússon – myndlist, hönnun og kvikmyndir; Signý Pálsdóttir, Elísabet Þórisdóttir og Egill Ólafsson – leiklist/danslist. Faghópar munu skila umsögnum 7. febrúar nk. 2. Umsögn um deiliskipulagstillögu að Grófarreit lögð fram og samþykkt. 3. Frumvarp til laga um ný þjóðminjalög lagt fram til kynningar. Lagðar fram umsagnir borgarlögmanns um lögin er lagðar voru fram í borgarráði 9. jan. og vísað til menningarmálanefndar til skoðunar. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar um lögin. Nefndin óskaði eftir fresti í 2 vikur til að kynna sér efni frumvarpsins. Forstöðumenn munu skila umsögn um málið. 4. Samþykkt að Guðrún Jónsdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Signý Pálsdóttir geri tillögur að verklagsreglum um húsafriðun og húsakannanir. 5. Listaverkakaup. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Kristín Gunnlaugsdóttir: „Næturverðirnir“, 2000 – Olía á striga Snorri Arinbjarnar: „Uppstilling“, 1942-45 – Olía á striga Þorvaldur Skúlason: „Málverk“, 1951 – Olía á striga. Útilistaverk: Hafsteinn Austmann: „Vatnaflautan“, 2000 – Cor-ten stál. Tillagan var samþykkt. Eiríkur mun, innan 2ja mánaða, leggja fram tillögu að staðsetningu útilistaverksins sem og annarra útilistaverka. 6. Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram svohljóðandi tillögu: Forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur er falið að gera tillögu að útilistaverki á umferðareyju (þríhyrningi) á mótum Njarðargötu, Sóleyjargötu og Hringbrautar. Hann hafi samráð við umferðardeild borgarverkfræðings varðandi lýsingu, merkingar og umferðarskipulag svæðisins í framtíðinni. Tillagan var samþykkt. 7. 3ja ára áætlun menningarmála lögð fram til kynningar. 8. Önnur mál. Júlíus Vífill Ingvarsson greindi frá og gerði athugasemdir við beiðni um að rífa Vaktarabæinn við Garðastræti, sem var til umfjöllunar í Skipulags- og byggingarnefnd. Guðný Gerður Gunnarsdóttir svaraði því til að Nikulás Úlfar Másson hjá Árbæjarsafni væri með málið í skoðun. Þórir Stephensen lagði fram til kynningar upplýsingar um metaðsókn í Viðey. Gerður var góður rómur að glæsilegri dagskrá Borgarbókasafns í tilefni aldarminningar Tómasar Guðmundssonar 6. janúar. Tilkynnt var að Unnur Birgisdóttir hefur hafið störf sem fulltrúi á skrifstofu menningarmála. Hún var boðin velkomin til starfa. Þá hefur Anna Margrét Guðjónsdóttir verið ráðin menningarfulltrúi á sömu skrifstofu og mun hefja störf 22. janúar nk. Nefndin samþykkti aukafund um menningarstefnu, miðvikudaginn 17. janúar nk. kl. 17:00. Fundi slitið kl. 14:15 Guðrún Jónsdóttir Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson Örnólfur Thorsson