Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 31

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, föstudaginn 23. júní, var haldinn 31. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.13.10. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Guðmundur H. Björnsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhannes Bárðarson, Stefán Jón Hafstein, Guðrún Erla Geirsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður bauð nýtt menningar- og ferðamálaráð velkomið til starfa og óskaði eftir góðu samstarfi við alla ráðsmenn og áheyrnarfulltrúa.
Guðrún Erla Geirsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:

Það er miður að sjá að jafnrétti var ekki í heiðri haft við skipan fulltrúa stjórnmálaflokkanna í menningar- og ferðamálaráð. Af sjö fulltrúum í ráðinu er aðeins ein kona. Að telja varamenn með er aðeins yfirklór. Óvíst er að varamenn sitji nokkurn fund eins og dæmi frá síðasta kjörtímabili sanna. Þá var undirrituð varamaður í ÍTR án þess að sitja þar nokkurn fund. Að jafnréttis hafi ekki verið gætt við skipan í menningar- og ferðamálaráð er mjög sorglegt, þar sem konur eru í miklum meirihluta listneytenda. Kannanir hafa sýnt að konur eru frá 65-75#PR þeirra sem sækja listviðburði, svo sem myndlistarsýningar, leikhús- og balettsýningar sem og tónleika. Konum fer einnig fjölgandi í hópi ferðamanna. Að framansögðu má vera ljóst að fjarvera kvenna við stefnumótandi ákvarðanatökur í málaflokknum er í besta falli slys, en er þó líklega fremur til marks um að enn eimir eftir af þeim gömlu viðhorfum að karlar skuli fara með völd.

2. Kjör varaformanns. Guðmundur H. Björnsson var kjörinn varaformaður menningar- og ferðamálaráðs.
- Kl. 13.24 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum.
3. Kynnt var starfsemi sviðsins. Lögð voru fram og kynnt eftirtalin gögn:
1. Samþykkt fyrir Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar.
2. Starfsáætlun Menningar- og ferðamálsviðs 2006.
3. Þriggja mánaða staða rekstrar 2006 og ársuppgjör MoFs 2005
4. Menningarstefna Reykjavíkurborgar.
5. Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2004 – 2010.
6. Samþykkt um Höfuðborgarstofu.
7. Samþykkt fyrir Minjasafn Reykjavíkur.
8. Samþykkt fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur.
9. Samþykkt fyrir Menningarmiðstöðina Gerðuberg.
10. Samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur.
11. Samþykkt fyrir Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
12. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki.
13. Reglur um styrkjaúthlutun menningarmálanefndar dags. 22.sept. 2004.
14. Verklagsreglur fyrir fagráð og faghóp um úthlutun styrkja og starfssamninga menningar- og ferðamálaráðs, dags. 24. maí 2006.
15. Reglur um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.
16. Reglur um útnefningu borgarlistamanns.
17. Kynningarefni frá menningarstofnunum Reykjavíkurborgar.
18. Get-the idea. Reykjavík, Iceland: Creativity at work.
19. Think of a City.
20. Pure Energy. Reykjavik Capital Area.

4. Fastir fundartímar nýs ráðs.
Frestað.

5. Erindi frá Amnesty International dags. 22.6. 2006 vegna herferðar samtakanna, ,,Komum böndum á vopnin” og afnota af styttu þess vegna lagt fram til kynningar. Erindinu er hafnað þar sem styttan er ekki í eigu Reykjavíkurborgar og með hliðsjón af höfundarétti ekki talið rétt að átt sé við listaverk með þessum hætti. ÁÞS sat hjá við afgreiðslu málsins.
6. Lagt fram erindi frá formanni Húsfélags alþýðu dags. 21.júní 2006 þar sem vakin var athygli á íbúð til sölu í verkamannabústöðunum við Hringbraut. Vísað til borgarminjavarðar til umsagnar.
7. Stefán Jón Hafstein lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsóknarflokkurinn hafði á stefnuskrá sinni fyrir borgarstjórnarkosningar að framlög til innkaupa á myndlist yrðu aukin um 50 milljónir króna. Hver er staða málsins?
Frestað.

Fundi slitið kl. 14.15
Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Júlíus Vífill Ingvarsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Jóhannes Bárðarson Árni Þór Sigurðsson