Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 303

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2018, mánudaginn 14. maí, var haldinn 303. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Aron Leví Beck, Stefán Benediktsson, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir, Sif Gunnarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Borgarleikhússins. RMF18030006

    Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 13.33 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.

  2. Fram fer umræða um nýjan samning vegna Borgarleikhússins. Lögð fram fundargerð hússtjórnar Borgarleikhússins. RMF18030006



    Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Menningar- og ferðamálaráð felur skrifstofustjóra fjármála og rekstrar og sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs að ganga frá samningi við Borgarleikhúsið í samræmi við tillögur hússtjórnar. Samningi verður vísað til borgarráðs.

    Samþykkt.

    Kl. 14.09 tekur Jóna Hlíf Halldórsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á nýrri sýningu Sjóminjasafnsins sem opnar aðra helgina í júní næstkomandi. RMF15050006



    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sigrún Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Lögð fram fundargerð 6. fundar starfshóps um varðveislu menningarminja við Grímsstaðavör dags. 18. apríl 2018. RMF17080007



    Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sigrún Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi tillögu starfshópsins:

    Starfshópur um menningarminjar við Grímsstaðavör hefur lokið störfum. Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð staðfesti að hinar manngerðu menningarminjar séu á ábyrgð Borgarsögusafn en umhverfi þeirra á ábyrgð Umhverfis- og skipulagssviðs enda hluti af græna treflinum, opnu svæði borgarinnar og ásýnd strandlínunnar. Jafnframt leggur starfshópurinn til að menningar- og ferðamálaráð leggi til við borgarráð að unnin verði deiliskipulagstillaga að svæðinu skv. tillögum Ögmundar Skarphéðinssonar frá 2009 sem hugsanlega þarf að endurskoða. Veitt verði 1 m.kr. fjárveiting til Borgarsögusafns árlega á fjárhagsáætlun til að sinna manngerðum minjum.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á Barnamenningarhátíð 2018. RMF17080005.



    Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir vel heppnaða Barnamenningarhátíð og óskar öllum Reykvíkingum til hamingju með hana. Þakkir eru færðar listafólki, þátttakendum, starfsfólki, verkefnastjórum, stjórn Barnamenningarhátíðar og öllum sem komu að hátíðinni.

  6. Fram fer kynning á flugráði vegna Grófarhúss. RMF17040010



    Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafninu, og Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Lagður fram til staðfestingar undirritaður samningur við Iceland Airwaves ehf. um Iceland Airwaves. Vísað til borgarráðs til samþykktar. RMF16080010

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:50

Marta Guðjónsdóttir