Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2018, mánudaginn 14. maí, var haldinn 303. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstödd voru: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Aron Leví Beck, Stefán Benediktsson, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir, Sif Gunnarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Borgarleikhússins. RMF18030006
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 13.33 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.
-
Fram fer umræða um nýjan samning vegna Borgarleikhússins. Lögð fram fundargerð hússtjórnar Borgarleikhússins. RMF18030006
Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi tillögu:Menningar- og ferðamálaráð felur skrifstofustjóra fjármála og rekstrar og sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs að ganga frá samningi við Borgarleikhúsið í samræmi við tillögur hússtjórnar. Samningi verður vísað til borgarráðs.
Samþykkt.
Kl. 14.09 tekur Jóna Hlíf Halldórsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á nýrri sýningu Sjóminjasafnsins sem opnar aðra helgina í júní næstkomandi. RMF15050006
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sigrún Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið. -
Lögð fram fundargerð 6. fundar starfshóps um varðveislu menningarminja við Grímsstaðavör dags. 18. apríl 2018. RMF17080007
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, og Sigrún Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Borgarsögusafni, taka sæti á fundinum undir þessum lið.Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi tillögu starfshópsins:
Starfshópur um menningarminjar við Grímsstaðavör hefur lokið störfum. Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð staðfesti að hinar manngerðu menningarminjar séu á ábyrgð Borgarsögusafn en umhverfi þeirra á ábyrgð Umhverfis- og skipulagssviðs enda hluti af græna treflinum, opnu svæði borgarinnar og ásýnd strandlínunnar. Jafnframt leggur starfshópurinn til að menningar- og ferðamálaráð leggi til við borgarráð að unnin verði deiliskipulagstillaga að svæðinu skv. tillögum Ögmundar Skarphéðinssonar frá 2009 sem hugsanlega þarf að endurskoða. Veitt verði 1 m.kr. fjárveiting til Borgarsögusafns árlega á fjárhagsáætlun til að sinna manngerðum minjum.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Barnamenningarhátíð 2018. RMF17080005.
Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir vel heppnaða Barnamenningarhátíð og óskar öllum Reykvíkingum til hamingju með hana. Þakkir eru færðar listafólki, þátttakendum, starfsfólki, verkefnastjórum, stjórn Barnamenningarhátíðar og öllum sem komu að hátíðinni.
-
Fram fer kynning á flugráði vegna Grófarhúss. RMF17040010
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafninu, og Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður, taka sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lagður fram til staðfestingar undirritaður samningur við Iceland Airwaves ehf. um Iceland Airwaves. Vísað til borgarráðs til samþykktar. RMF16080010
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:50
Marta Guðjónsdóttir