Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2018, mánudaginn 12. mars var haldinn 300. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstödd voru: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét M. Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Bergþór Smári Pálmason Sighvats. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Erling Jóhannesson. Af hálfu starfsmanna: Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir, Arna Schram og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. mars 2018, þar sem fram kemur að á fundi forsætisnefndar þann 2. mars 2018 hafi verið tilkynnt að Rakel Dögg Óskarsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í menningar- og ferðamálaráði í stað Magnúsar Arnars Sigurðssonar. RMF14060015
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um ársuppgjör menningar- og ferðamálasviðs 2017. RMF17050011
- Kl. 13.36 tekur Jóna Hlíf Halldórsdóttir sæti á fundinum.
-
Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 28. febrúar 2018, með tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019-2023, ásamt reglum um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 2. mars 2018, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi yfirlit yfir tillögur, bókanir og fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu, sbr. 11. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 26. febrúar 2018. RMF18030001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindisbréf, dags. mars 2018, vegna skipunar í verkefnisstjórn 17. júní hátíðahalda 2018. RMF18030003
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga safnstjóra Listasafns Reykjavíkur:
Lagt er til að Reykjavíkurborg kaupi brons skúlptúrinn Íslandsvarða eftir Jóhann Eyfells sem stendur við Sæbraut. Kaupverð verksins er 27,5 milljónir króna.
Tillögunni fylgir greinargerð. RMF17100011
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Vísað til borgarráðs til ákvörðunar um fjármögnun.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14.07 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fyrirhugaðri samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð. RMF18030004
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram bréf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2018, varðandi skipan í dómnefndir vegna fyrirhugaðrar samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð.
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. RMF18030004
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Borgarlistamann 2018. RMF18020005
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. RMF18010001
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið. -
Lögð fram drög að nýjum samningi, dags. 28. febrúar 2018, vegna Reykjavíkur Loftbrúar 2018. RMF18010004
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 7. mars 2018, vegna þjónustuborðs Strætó bs. í Upplýsingamiðstöð ferðamanna. RMF18020003
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga, dags. mars 2018, að skipan í ráðgefandi faghóp vegna styrkja til myndríkrar útgáfu/miðlunar. RMF18020021
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju boðsbréf á fund menningarmálanefnda í Osló í 23. – 25. maí 2018, dags. febrúar 2018. RMF18020018
Samþykkt að Þórgnýr Thoroddssen, fulltrúi Pírata, og Rakel Dögg Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, verði fulltrúar ráðsins á fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 16:15
Marta Guðjónsdóttir