No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 10. maí, var haldinn 29. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16.00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram skýrsla um samstarf í menningarmálum. Skýrslan er úttekt á menningarstarfsemi og samstarfsmöguleikum á sviði menningarmála í Reykjavík, Árborg, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi. Ólafur Rastrick og Kristinn Schram frá ReykjavíkurAkademíunni mættu á fundinn og kynntu skýrsluna. (R05040003)
Lögð fram svohljóðandi bókun:
Skrifstofu menningarmála er falið að vinna álitsgerð fyrir næsta menningar- og ferðamálaráð um hugsanleg næstu skref til að fylgja eftir þeim tillögum sem koma fram í skýrslunni.
- Kl. 16.10 tók Gísli Helgason sæti á fundinum.
- Kl. 16.15 tók Camilla Ósk Hákonardóttir sæti á fundinum.
2. Umræður um úttekt Innri endurskoðunar á Listasafni Reykjavíkur, sbr. 6. liður 27. fundar menningar- og ferðamálaráðs. Ágúst Hrafnkelsson forstöðumaður Innri endurskoðunar og Hafþór Yngvason safnstjóri mættu á fundinn vegna málsins. (RMF06050005)
- Kl. 16.40 tók Edda Þórarinsdóttir sæti á fundinum.
3. Lagt fram 3ja mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð. (RMF06040007)
4. Lagt fram skorkort Menningar- og ferðamálasviðs - 3ja mánaða staða.
Frestað. (RMF05090001)
5. Umræður um Borgarlistamann 2006. (RMF06040003)
Frestað.
6. Lagt fram erindi hóps kvenrithöfunda, dags. 23. apríl 2006, þar sem lagt er til við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um minnisvarða um Svövu Jakobsdóttur rithöfund.
Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. (RMF06050002)
7. Lagt fram minnisblað varðandi kaup borgarráðs á Vesturgötu 16b – Gröndalshúsi. (RMF06050007)
8. Lagt fram erindi, dags. 8. maí sl. frá Eysteini Yngvasyni, f.h. Viðeyjarferjunnar ehf. þar sem sótt er um leyfi til reksturs farþegalestar í Viðey. Jafnframt lögð fram umsögn verkefnisstjóra Viðeyjar um málið.
Samþykkt að veita leyfi til reksturs í eitt ár að því tilskyldu að Umhverfisráð sjái ekki meinbugi á. (RMF06050003)
9. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 27. apríl sl. þar sem samþykkt er tillaga í fimm liðum frá starfshópi um Menningarnótt í miðborginni. Í bréfinu samþykkti borgarráð jafnframt að fela nýrri verkefnisstjórn Menningarnætur að útfæra nánar tillögur starfshóps borgarstjóra og leggja fyrir borgarráð. (RMF06010012)
Fundi slitið kl. 17.35
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Camilla Ósk Hákonardóttir